Framkvæmdaráð

2911. fundur 16. nóvember 2001

Framkvæmdaráð - Fundargerð
34. fundur
16.11.2001 kl. 08:15 - 09:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Oddur Helgi Halldórsson
Sigurður J. Sigurðsson
Ásta Sigurðardóttir
Steingrímur Birgisson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Framkvæmdaáætlun 2002-2004
2001110044
Gatnagerð og fráveita. Drög að þriggja ára áætlun. Deildarstjóri framkvæmdadeildar fór yfir drög að þriggja ára áætlun (2002 - 2004) vegna gatnagerðar og fráveitu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


2 Neyðarlína - uppsetning á Akureyri
2001110046
Lagt fram ódags. erindi Þórhalls Ólafssonar f.h. Neyðarlínunnar þar sem hann kynnir væntanlega uppsetningu varastöðvar NL á Akureyri og leggur til að stofnaður verði vinnuhópur með fulltrúum Neyðarlínunnar, lögreglu og Slökkviliðs Akureyrarbæjar til undirbúnings málinu.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs kynnti málið og lagði fram minnisblað varðandi sameiginlega björgunarmiðstöð fyrir leit og björgun á landi og við strendur. Einnig voru lögð fram drög að samningi um boðunarkerfi viðbragðsaðila og samræmdan gagnagrunn. Einnig fór Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri yfir sjónarmið slökkviliðsins varðandi framkomna hugmynd.
Framkvæmdaráð samþykkir að formaður framkvæmdaráðs, sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs og slökkviliðsstjóri fari á kynningarfund Neyðarlínunnar sem verður á Akureyri síðar í þessum mánuði.


Steingrímur Birgisson vék af fundi kl. 9:20.


3 Nýjar reglur - reglugerðir og leiðbeiningar frá Brunamálastofnun
2001110042
Lagt fram erindi Brunamálastofnunar dags. 9. nóvember 2001 þar sem kynntar eru:
* Reglur um úthlutun tímabundins fjárstuðnings til sveitarfélaga sem sameinast um rekstur
eldvarnaeftirlits og/eða slökkviliðs.
* Leiðbeiningar um efni og gerð brunavarnaáætlana sveitarfélaga.
* Reglugerð um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna.


4 Hraunholt 2 - lóðarmál
2000050047
Tekið fyrir að nýju málefni Hraunholts 2 vegna vatnsaga á lóð, sbr. fund framkvæmdaráðs
11. desember 2000. Einnig lagt fram bréf lögmanns húseiganda dags. 25. október 2001 þar sem fyrri krafa er ítrekuð, sbr. bréf dags. 6. mars 2001 og bréf bæjarverkfræðings til lögmanns dags.
16. mars sl. ásamt minnisblaði dags. 13. nóvember 2001 (lagt fram á fundinum).
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu en felur sviðsstjóra tæki- og umhverfissviðs að ræða við kröfuhafa.


5 Skíðastaðir - stólalyfta
Lagðar fram fundargerðir 9. og 10. verkfundar vegna stólalyftu.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.