Framkvæmdaráð

2929. fundur 07. desember 2001

Framkvæmdaráð - Fundargerð
35. fundur
07.12.2001 kl. 08:15 - 10:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Jakob Björnsson
Þóra Ákadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Oddur Helgi Halldórsson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Framkvæmdaáætlun 2002-2004.
2001110044
Gatnagerð og fráveita. Drög að þriggja ára áætlun um gatnagerð og fráveitu sem frestað var á síðasta fundi tekin fyrir að nýju.
Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu áætlunarinnar þar til þriggja ára rekstraráætlun liggur fyrir og ljóst verður hvaða fjármagn verður til ráðstöfunar í framkvæmdir komandi ára.


2 Framkvæmdaáætlun 2002-2004.
2001110044
Opin svæði. Drög að þriggja ára áætlun. Verkefnisstjóri framkvæmdadeildar fer yfir drög að þriggja ára áætlun (2002-2004) vegna opinna svæða.
Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu áætlunarinnar þar til þriggja ára rekstraráætlun liggur fyrir og ljóst verður hvaða fjármagn verður til ráðstöfunar í framkvæmdir komandi ára.


3 Slökkvistöð við flugvöll.
2000110096
Tekið fyrir að nýju mál um nýbyggingu Slökkvistöðvar við flugvöll sbr. fund umhverfisráðs dags. 22. nóvember 2000.
Sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs lagði fram minnisblað á fundinum.
Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn undir þessum lið.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og slökkviliðsstjóri gerðu grein fyrir stöðu mála.4 Starfsáætlanir.
2001080053
Lagðar fram starfsáætlanir. Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerði grein fyrir áætlununum.
a) Framkvæmdaráð - framkvæmdadeild.
b) Brunavarnir og eldvarnareftirlit.
c) SVA.
Framkvæmdaráð samþykkir starfsáætlanirnar.
Bæjarstjórn 18. desember 20015 Miðbæjarstöð.
2000070032
Miðbæjarstöðin: Lagður fram leigu- og þjónustusamningur. Stefán Baldursson forstöðumaður SVA mætti á fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti, en vísar afgreiðslu málsins til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs fyrir SVA, almenningssalerni og Bifreiðastæðasjóð.
Bæjarstjórn 18. desember 20016 Framkvæmdamiðstöð.
2001060106
Lögð fram kostnaðaráætlun vegna stofnunar framkvæmdamiðstöðvar. Tryggvi Marinósson gerði grein fyrir áætluninni.
Framkvæmdaráð samþykkir framlagða kostnaðaráætlun framkvæmda fyrir 2001, en vísar öðrum liðum áætlunarinnar til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.
Bæjarstjórn 18. desember 2001


7 Önnur mál.
a) Tekið fyrir bréf frá starfsmönnum Framkvæmdamiðstöðvar þar sem vakin er athygli á ýmsu sem færa mætti til betri vegar varðandi starfsemi miðstöðvarinnar.
Framkvæmdaráð felur formanni framkvæmdaráðs, sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og forstöðumanni Framkvæmdamiðstöðvar að funda með bréfriturum um málið.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.