Framkvæmdaráð

1784. fundur 18. september 2000

Framkvæmdaráð 18. september 2000.

  8. fundur.

  Ár 2000, mánudaginn 18. september, kl. 10.00 kom framkvæmdaráð saman til fundar að Geislagötu 9, 4. hæð. Neðanritaðir ráðsmenn sátu fundinn ásamt Ármanni Jóhannessyni sviðsstjóra og Guðmundi Guðlaugssyni yfirverkfræðingi.

  Þetta gerðist:

  1. Rekstraráætlanir ársins 2001.
    Sviðsstjóri og yfirverkfræðingur lögðu fram og kynntu tillögur að rekstraráætlunum ársins 2001 fyrir málaflokka og deildir er falla undir framkvæmdaráð. Framkvæmdaráð samþykkir áætlanirnar og vísar þeim til bæjarráðs.

  2. Giljaskóli - framkvæmdir.
    Sviðsstjóri lagði fram fundargerð 1. fundar verkefnisliðs vegna 2. áfanga Giljaskóla. Framkvæmdaráð óskar heimildar bæjarstjórnar til gerðar viðaukasamnings við hönnuði byggingarinnar og áframhaldandi undirbúnings framkvæmda við byggingu 2. áfanga skólans. Ekki er fjárveiting til verksins á árinu 2000 en kostnaður á árinu er áætlaður fimmtán milljónir króna.
    ---------------------------------------
    Bæjarráð (29.09. 2000) heimilar framkvæmdaráði að gera viðaukasamning við hönnuði vegna byggingar 2. áfanga Giljaskóla og að vinna áfram að undirbúningi framkvæmda. Áætlað er að kostnaður sem til falli á þessu ári verði 15.000.000. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

  3. Önnur mál.
    a) Sorphreinsun.
     Með vísan til samþykktar framkvæmdanefndar frá 22. mars 2000 felur framkvæmdaráð deildarstjóra framkvæmdadeildar að hefja nú þegar undirbúning að því að bjóða út sorphirðu á Akureyri. Stefnt skal að því að útboð fari fram í byrjun næsta árs og að breytingar taki gildi um mitt ár 2001.


  Fleira gerðist ekki.
  Fundi lauk kl. 11.30.

  Ásgeir Magnússon Ármann Jóhannesson
  Sigurður J. Sigurðsson Guðmundur Guðlaugsson
  Þórarinn B. Jónsson
  Oddur Helgi Halldórsson
  Jakob Björnsson