Framkvæmdaráð

1785. fundur 14. ágúst 2000

Framkvæmdaráð 14. ágúst 2000.


5. fundur.

Ár 2000, mánudaginn 14. ágúst kl. 09.00 kom framkvæmdaráð saman til fundar að
Geislagötu 9, 4. hæð. Neðanritaðir ráðsmenn sátu fundinn ásamt Ármanni Jóhannessyni sviðsstjóra og Guðmundi Guðlaugssyni yfirverkfræðingi.

Þetta gerðist:

1. Strandgata, Ráðhústorg-Glerárgata - jarðvegsskipti, lagnir og hellulögn.
Tilboð bárust frá eftirtöldum:
G.V. gröfur ehf. kr. 10.669.300 96,99%
G. Hjálmarsson hf. " 10.743.800 97,67%
Kostnaðaráætlun verkkaupa " 11.000.000 100,00%
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda G.V. gröfur ehf. um verkið og vísar 3,5 milljónum kr. sem á vantar í fjárhagsáætlun vegna framkvæmdarinnar til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

2. Lundarskóli - lóðaframkvæmdir.
Tilboð bárust frá eftirtöldum:
Garðverk sf. kr. 10.242.350 101,72%
Garðeyri " 9.052.782 89,91%
Kostnaðaráætlun hönnuða " 10.068.695 100,00%
    Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Garðeyri um verkið, en frestar því að taka afstöðu til hve stór hluti verksins verður unninn innan núgildandi fjárhagsáætlunar þar til fjárhagsstaða verksins liggur fyrir.

3. Yfirbyggður knattspyrnuvöllur - skipan verkefnisliðs.
Framkvæmdaráð samþykkir að verkefnislið vegna byggingar hússins verði þannig skipað:
    1 fulltrúi tilnefndur af framkvæmdaráði
    1 fulltrúi tilnefndur af íþrótta og tómstundaráði
    1 fulltrúi tilnefndur af bæjarráði
    1 fulltrúi tilnefndur af Íþróttafélaginu Þór
    1 fulltrúi tilnefndur af Knattspyrnufélagi Akureyrar
    1 fulltrúi tilnefndur af Ungmennafélagi Akureyrar.
Framkvæmdaráð tilnefnir Ásgeir Magnússon sem fulltrúa sinn.

4. Fráveitur í útjaðri Akureyrarbæjar.
Fram var lögð úttekt Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra á fráveitum einstakra húsa í útjaðri Akureyrarbæjar. Guðmundur Guðlaugsson fór yfir stöðu málsins. Framkvæmdaráð óskar eftir því við tæknideild að tekinn verði saman áætlaður kostnaður Akureyrarbæjar af nauðsynlegum framkvæmdum til úrbóta í þessum málum.

5. Verkfundagerðir.
Lagðar voru fram eftirtaldar verkfundagerðir:
Leikskólinn Iðavöllur - verkfundargerð nr. 5.
Skautahús - verkfundagerðir nr. 48 og 49.

6. Framkvæmdadeild - ráðning deildarstjóra.
Um starf deildarstjóra sótti Guðni P. Kristjánsson.
    Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu á ráðningu í starfið, en heimilar sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að ganga til samninga við Guðmund Guðlaugsson yfirverkfræðing hjá Akureyrarbæ um starfið.

7. Önnur mál
    a) Guðmundur Guðlaugsson fór yfir stöðu mála varðandi vatnsskaða, sem urðu í flóðum á Oddeyri miðvikudaginn 9. ágúst s.l.

Fundi slitið kl. 10.10.

Ásgeir Magnússon Ármann Jóhannesson
Valgerður Hrólfsdóttir Guðmundur Guðlaugsson
Vilborg Gunnarsdóttir Heiða Karlsdóttir
Ásta Sigurðardóttir - fundarritari -