Framkvæmdaráð

1786. fundur 11. september 2000

Framkvæmdaráð 11. september 2000.


7. fundur.
  Ár 2000, mánudaginn 11. september kl. 09.00 kom framkvæmdaráð saman til fundar að Geislagötu 9, 4. hæð. Neðanritaðir nefndarmenn sátu fundinn ásamt Ármanni Jóhannessyni sviðsstjóra og Guðmundi Guðlaugssyni yfirverkfræðingi.

  Þetta gerðist.

  1. Þjónustumiðstöð aldraðra í Víðilundi - tilboð í endurbætur og breytingar.
    Þriðjudaginn 29. ágúst s.l. voru opnuð tilboð í breytingar og endurbætur á húsnæði þjónustumiðstöðvar aldraðra við Víðilund. Aðeins eitt tilboð barst í verkið frá Ármanni Ketilssyni að upphæð kr. 10.883.402
    Kostnaðaráætlun hönnuða verksins var kr. 10.800.000
    Framkvæmdanefnd samþykkir að ganga til samninga við bjóðanda um framkvæmdina.

  2. Skólamötuneyti fyrir Akureyri.
    Fyrir fundinum lá hagkvæmniathugun frá VSÓ-ráðgjöf ehf. á miðlægu skólamötuneyti fyrir Akureyrarbæ. Niðurstaða athugana er að miðlægt eldhús með móttökueldhúsum í hverjum skóla sé ekki hagkvæmari lausn en fullbúið eldhús í hverjum skóla, þar sem hagkvæmni stærðarinnar tapast í tvöfaldri fjárfestingu og tvöföldu starfsmannahaldi.
    Framkvæmdaráð leggur því til að hafist verði handa við undirbúning þess að unnt verði að bjóða út stofnbúnað í skólamötuneyti Akureyrarbæjar. Jafnframt verði gerð tímasett áætlun um hvenær raunhæft verði að bjóða öllum nemendum upp á skólamáltíðir.

  3. Sundlaug Akureyrar - endurbætur á kjallara gamla hússins.
    Til fundar við nefndina mætti Magnús Garðarsson og gerði grein fyrir kostnaðar-áætlun vegna framkvæmda, en áætlað er að heildarkostnaður verksins verði
    kr. 11.000.000.
    Framkvæmdaráð leggur til að ráðist verði í þessa framkvæmd.
    Þá var farið yfir stöðu framkvæmda ársins. Ljóst er að fjármagnsþörf í heild á árinu er kr. 80.000.000.
    Framkvæmdaráð vísar fjármögnun verkefnisins í heild til umfjöllunar í bæjarráði.

   4. Slökkvilið Akureyrar.
    Hugleiðingar slökkviliðsstjóra varðandi hugmyndir um að Securitas taki að sér vaktstöð Slökkviliðs Akureyrar.
    Framkvæmdaráð vísar málinu til umhverfisráðs.

   5. Gatnagerð og fráveita - reikningsyfirlit septemberbyrjun.
    Yfirverkfræðingur Guðmundur Guðlaugsson fór yfir stöðu rekstrar og framkvæmda það sem af er árinu.

   6. Byggingadeild - drög að rekstraráætlun 2001.
    Sviðsstjóri gerði grein fyrir framgangi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001, en í samræmi við áður samþykktar breytingar á tækni- og umhverfissviði er nú unnið að endurskipulagningu deildarinnar (stofnun eignaumsýsludeildar).
    Unnið verður að áætluninni í samræmi við eldra skipulag, en endurskoðuð þegar endurskipulagningarvinnunni er lokið.
   7. Umhverfisdeild (gamla) - drög að rekstraráætlun 2001.
   Til fundarins mætti umhverfisstjóri og gerði grein fyrir drögum að rekstraráætlun komandi árs ásamt drögum að starfsáætlun næsta árs. Þar sem breytingar hafa orðið á skipulagningu málaflokksins felur ráðið sviðsstjóra að sjá um skiptingu áætlunarinnar milli framkvæmdaráðs, umhverfisráðs og náttúruverndarnefndar.

   8. Gatnagerð og fráveita - drög að rekstraráætlunum 2001
    Yfirverkfræðingur gerði grein fyrir drögum að rekstraráætlun komandi árs.

   9. Lundarskóli - kostnaður við eldhús.
   Til fundar mætti Einar Jóhannsson og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi eldhús Lundarskóla.
    Framkvæmdaráð leggur til að ráðist verði í að koma upp bráðabirgða eldunaraðstöðu í skólanum, en áætlað er að sú framkvæmd kosti kr. 915.000.
    Fjármögnun framkvæmdarinnar er vísað til bæjarráðs.

   10. Giljaskóli, skipan verkefnisliðs og verkefnisstjóra.
    Framkvæmdaráð skipar Einar Jóhannsson sem verkefnisstjóra. Þá samþykkir ráðið að verkefnislið vegna framkvæmdarinnar skuli skipað þremur mönnum, tveimur frá framkvæmdaráði og einum tilnefndum af skólanefnd.
    Framkvæmdaráð skipar Ármann Jóhannesson og Odd Helga Halldórsson í verkefnislið og óskar eftir tilnefningu skólanefndar í liðið.

   11. Krossaneshagi, gatnaframkvæmdir.
    Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna fyrirspurnar um lóð austan Hörgárbrautar og sunnan væntanlegrar Síðubrautar.

   12. Verkfundagerðir.
    Lagðar fram eftirtaldar verkfundagerðir:
    Skautahús: Verkfundagerðir nr. 50-52.
    Oddeyrarskóli: Verkfundagerð nr. 5.
   Lundarskóli, lóð: Verkfundargerð nr. 2.

   13. Ráðning deildarstjóra framkvæmdadeildar.
    Lagt fram bréf Ármanns Jóhannessonar dags. 8. september s.l., þar sem lagt er til að Guðmundur Guðlaugsson verði ráðinn deildarstjóri framkvæmdadeildar. Framkvæmdaráð samþykkir ráðningu Guðmundar og felur sviðsstjóra að ganga frá ráðningarsamningi við hann.

   Fleira gerðist ekki.
   Fundi slitið kl. 12.15.

   Ásgeir Magnússon Ármann Jóhannesson
   Sigurður J. Sigurðsson Guðmundur Guðlaugsson
   Jakob Björnsson
   Vilborg Gunnarsdóttir
   Oddur Helgi Halldórsson