Framkvæmdaráð

1787. fundur 09. október 2000

Framkvæmdaráð 9. október 2000.


9. fundur.
  Ár 2000, mánudaginn 9. október kl. 09.00 kom framkvæmdaráð saman til fundar að Geislagötu 9, 4. hæð. Neðanritaðir ráðsmenn sátu fundinn ásamt Ármanni Jóhannessyni sviðsstjóra og Guðmundi Guðlaugssyni deildarstjóra framkvæmdadeildar.

  Þetta gerðist:
   1. Sorphirða - sorpförgun.
     Gjaldtaka fyrir sorphirðu og sorpförgun á Eyjafjarðarsvæðinu.
     Fyrir var tekið bréf starfshóps sem myndaður var í tengslum við vinnu Staðardagskrár 21, sem bæjarráð Akureyrar vísaði til framkvæmdaráðs á fundi sínum 5. október s.l. Framkvæmdaráð samþykkir að þau atriði sem fram koma í framangreindu bréfi verði tekin til athugunar í tengslum við fyrirhugað útboð á sorphirðu á Akureyri sbr. síðustu fundargerð framkvæmdaráðs, en frestar skipun starfshóps þar til þær niðurstöður liggja fyrir.

   2. Fundargerð verkefnisliðs um fjölnota íþróttahús.
     Fram var lögð fundargerð verkefnisliðs um byggingu fjölnota íþróttahúss.

   3. Framkvæmdadeild - Starfsáætlun/fjárhagsáætlun fyrir árið 2001.
     Fram voru lögð drög að starfsáætlun framkvæmdadeildar fyrir árið 2001 .
     Farið var yfir starfsáætlunina og afgreiðslu frestað til næsta fundar ráðsins.
     Farið var yfir fjárhagsáætlun framkvæmdadeildar, sem afgreidd var á síðasta fundi ráðsins með tilliti til þess hvort hægt væri að draga úr rekstrarkostnaði.
     Niðurstaða ráðsins er að ekki sé ráðlegt að gera ráð fyrir minni rekstrarkostnaði. Bent er á að áætlunin er í heild innan þess ramma sem úthlutað var, þrátt fyrir þá staðreynd að við úthlutun rammans var ekki gert ráð fyrir þeirri aukningu sem orðin er á gatnakerfinu og grænum svæðum.

   4. Gatnagerð og fráveita.
     Fram var lagt reikningsyfirlit úr bókhaldi sem sýnir stöðu framkvæmda í októberbyrjun.

   5. Framkvæmdir 2001.
     Farið var yfir þriggja ára áætlun 2000 - 2002.

   6. Verkfundagerðir.
   Fram voru lagðar eftirtaldar verkfundagerðir:
     Rangárvellir: Verkfundargerð nr. 14 fyrir hús 5.
   Ketilhús: Verkfundargerð nr. 3.

   Fleira gerðist ekki.
   Fundi lauk kl. 10.35
    Ásgeir Magnússon
    Jakob Björnsson
    Þórarinn B. Jónsson
    Sigurður J. Sigurðsson
    Oddur Helgi Halldórsson