Framkvæmdaráð

1880. fundur 08. júní 2000

Framkvæmdaráð 8. júní 2000.
1. fundur.


Ár 2000, fimmtudaginn 8. júní kom framkvæmdaráð saman til fundar kl. 16.00 að Geislagötu 9, 4. hæð. Neðanritaðir ráðsmenn sátu fundinn ásamt Stefáni Stefánssyni bæjarverkfræðingi og Tryggva Marinóssyni umhverfisstjóra.

Á bæjarstjórnarfundi þann 6. júní 2000 voru eftirtaldir kosnir sem aðal- og varamenn í fram-kvæmdaráð.

Aðalmenn:
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Ásgeir Magnússon
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Varamenn:
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Stefán Jóhannesson
Ásta Sigurðardóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir

Þar sem bæjarstjórn hefur ekki kosið formann og varaformann ráðsins þá setti aldursforseti nefndarinnar Valgerður Hrólfsdóttir fundinn. Fundarstjóri var Ásgeir Magnússon.

Þetta gerðist.

  1. Kosning ritara.
   Samkvæmt samþykktum framkvæmdaráðs þá kýs ráðið ritara. Fram kom tillaga um Jakob Björnsson.

   Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast hann því rétt kjörinn.

  2. Afgreiðsla búfjárleyfa
   Fram var lögð tillaga frá starfsmönnum umhverfisdeildar um úthlutun 20 nýrra búfjárleyfa. Tillagan, sem er dagsett 8. júní 2000 og undirrituð af Gunnhildi Ólafsdóttur og Svanbergi Þórðarsyni, fylgir fundargerðinni.

   Framkvæmdaráð samþykkir tillöguna.

  3. Úthlutun beitarlanda
   Fram var lögð tillaga frá starfsmönnum umhverfisdeildar um úthlutun beitarlanda á vegum Akureyrarbæjar, en laus beitarlönd höfðu verið auglýst þann 24. maí sl. Tillagan, sem unnin er í samræmi við reglur þær sem umhverfisnefnd setti árið 1995, dagsett 8. júní 2000 og undirrituð af Gunnhildi Ólafsdóttur og Svanberg Þórðarsyni, fylgir fundargerðinni. Útdráttur þurfti að fara fram á milli fjögurra einstaklinga.

   Að afloknum útdrætti samþykkti framkvæmdaráð tillöguna.

  4. Skipting fjárveitingar til nýframkvæmda umhverfisdeildar 2000

   Umhverfisstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu að skiptingu nýframkvæmdafjár ársins:

   Almenningsgarðar og útivistarsvæði:

   Lystigarður Akureyrar
   Útivistarsvæði
gjaldl.
gjaldl.
11-211-000-6
44-311-000-6
kr.
kr.
2.000.000
2.500.000
   Opin svæði:
     
   Svæði 1 Innbær neðri brekka.
   Svæði 2 Oddeyri, Miðbær
   Svæði 3 Lunda-, Gerða- og Teigahverfi
   Svæði 4 Holta-og Hlíðahverfi
   Svæði 5 Síðuhverfi
   Svæði 6 Giljahverfi
   Svæði 7 Útivistarsvæði
   Svæði 9 Ýmis svæði
gjaldl.
gjaldl.
gjaldl.
gjaldl.
gjaldl.
gjaldl.
gjaldl.
gjaldl.
11-421-000-6
11-422-000-6
11-423-000-6
11-424-000-6
11-425-000-6
11-425-000-6
11-427-000-6
11-415-000-6
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
500.000
5.450.000
800.000
750.000
450.000
600.000
1.400.000
800.000
   Leiksvæði í hverfum bæjarins
gjaldl. 11-439-000-6 kr.
3.000.000
   Nýjar girðingar og lagfæringar á

   aðkomum að löndum

gjaldl. 16-111-000-6 kr.
1.000.000
   Tjaldsvæði
gjaldl. 13-615-000-6 kr.
8.400.000
   Óráðstafað
gjaldl. 11-903-000-6 kr.
750.000
   Samtals framkvæmdir 2000
  kr.
28.400.000
   Framkvæmdaráð samþykkir tillöguna.
Fleira gerðist ekki.
Fundi lauk kl. 17.25.

Ásgeir Magnússon
Valgerður Hrólfsdóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jakob Björnsson
Stefán Stefánsson