Framkvæmdaráð

2172. fundur 23. október 2000

Framkvæmdaráð 23. október 2000.
10. fundur.


Ár 2000, mánudaginn 23. október kom framkvæmdaráð saman til fundar að Geislagötu 9, 4. hæð. Neðanritaðir ráðsmenn sátu fundinn ásamt Ármanni Jóhannessyni sviðsstjóra og Guðmundi Guðlaugssyni deildarstjóra.

Þetta gerðist:

1. Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar.
Framkvæmdaráð tilnefnir Ármann Jóhannesson sviðsstóra sem tengilið sinn við verkefnið. Farið var yfir ýmis atriði sem eru á verksviði framkvæmdaráðs og gætu haft áhrif á fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar og var sviðsstjóra falið að koma ábendingum ráðsins á framfæri.

2. Framkvæmdir við leiksvæði.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögu umhverfisstjóra um að ráðast í endurbyggingu leiksvæðisins við Hrísalund.

3. Minjasafnið á Akureyri.
      Erindi safnstjóra um framkvæmdir í nágrenni safnsins á næsta ári.
Framkvæmdaráð vísar erindinu til gerðar framkvæmdaáætlunar næsta árs.

4. Nesjahverfi. Frumáætlanir um áframhaldandi gatnagerð í hverfinu.
      Farið var yfir frumáætlanir um áframhaldandi uppbyggingu gatna í Nesjahverfi.

5. Verkfundagerðir.
Leikskólinn Iðavöllur: Verkfundargerð nr. 7.
      Framkvæmdaráð leggur áherslu á að unninn verði upp sá tími sem tapast hefur þannig að hægt verði að taka bygginguna í notkun á réttum tíma.
Oddeyrarskóli: Verkfundargerð nr. 6.


Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 10.35.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Þórarinn B. Jónsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jakob Björnsson