Framkvæmdaráð

2383. fundur 27. nóvember 2000

Framkvæmdaráð - Fundargerð
12. fundur
27.11.2000 kl. 09:00 - 11:08
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Jakob Björnsson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson


1 Erindi frá viðtalstímum bæjarfulltrúa 13. nóvember frá fulltrúum Bakarísins við Brúna
Fram var lögð stutt greinargerð ásamt uppdráttum frá framkvæmdadeild. Ljóst er af framlögðum gögnum að verkið hefur verið unnið í samræmi við áður kynnta og samþykkta uppdrætti af svæðinu.
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að reynt verði eins og kostur er að koma til móts við þarfir starfseminnar í Bakarínu við brúna.


2 Oddeyrarskóli - sundurliðað kostnaðaryfirlit um framkvæmdir
Einar Jóhannsson mætti til fundar og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda og kostnaði við þær.
Framkvæmdaráð vísar fram lagðri áætlun um búnaðarkaup til afgreiðslu bæjarráðs.


3 Amtsbókasafn - viðbygging
Fram var lögð fundargerð 11. fundar verkefnisliðs ásamt grófri kostnaðaráætlun yfir fokhelt hús.
Magnús Garðarsson mætti til fundar og gerði grein fyrir stöðu verksins.4 Fjölnota íþróttahús
Rætt var um verktilhögun við fyrirhugaða byggingu fjölnota íþróttahús.5 Geislagata 9
Framkvæmdir á 3. hæð. Ármann Jóhannesson sviðsstjóri fór yfir hugmyndir að endurskipulagningu 3. hæðar.


6 Skíðastaðir - snjótroðarakaup og brunavarnir
Fram var lögð bókun íþrótta- og tómstundaráðs frá 7. nóvember. Til fundarins mættu forstöðumaður Skíðastaða og íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Framkvæmdaráð vísar erindum varðandi snjótroðarakaup og brunavarnir til afgreiðslu bæjarráðs.


7 Verkfundagerðir
Fram voru lagðar eftirfarandi verkfundagerðir:
Leikskólinn Iðavöllur, verkfundargerð nr. 10.
Oddeyrarskóli, verkfundargerð nr. 8.


Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11.08.