Framkvæmdaráð

2386. fundur 13. nóvember 2000

Framkvæmdaráð - Fundargerð
11. fundur
13.11.2000 kl. 09:00 - 11:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Jakob Björnsson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson


1 Geislagata 9 - Endurbætur á 2., 3. og 4. hæð
Fram var lögð kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðra endurbóta á efri hæðum Ráðhússins
Framkvæmdaráð samþykkir að ráðast í nauðsynlegar endurbætur á austurenda 3. hæðar og felur bæjarverkfræðingi að hefja undirbúning að því að koma þeim hluta byggingarinnar í viðunandi horf. Þá er bæjarverkfræðingi falið að leggja fram á næsta fundi ráðsins húsrýmisáætlun fyrir tækni- og umhverfissvið miðað við að ekki verði ráðist í heildarendurbætur á efri hæðum Ráðhússins.


2 Breytingar á samþykktum um fjallskil á svæði Héraðsnefndar Eyjafjarðar
Breytingar á samþykktum um fjallskil.
Með vísan til umsagnar fjallskilastjóra og umhverfisstjóra Akureyrarbæjar leggur framkvæmdaráð til að tillögur Eyjafjarðarsveitar um breytingar á fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á svæði Héraðsnefndar Eyjafjarðar verði samþykktar.


3 Tækni- og umhverfissvið - framkvæmdadeild - starfsáætlun 2001
Fram var lögð endurkskoðuð starfsáætlun fyrir tækni- og umhverfissvið.
Framkvæmdaráð samþykkir starfsáætlunina.


4 "Tómasarhagi" og Giljahverfi IV - frumáætlanir um gatnagerð
Fram voru lagðar frumáætlanir um kostnað við gatnagerð á svæði því sem hefur vinnuheitið Tómasarhagi og einnig í Giljahverfi IV.
Fram komnun áætlunum vísað til gerðar framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár.


5 Bifreiðastæði við Gilsbakkaveg, Oddagötu og Brekkugötu
Rætt var um bifreiðastæði við Gilsbakkaveg, Oddagötu og Brekkugötu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6 Rangárvellir
Fram var lögð skýrsla Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks ehf. vegna fyrirhugaðra framkvæmda við flutning útideildar gatnagerðar og umhverfisdeildar (gömlu) að Rangárvöllum.
Málið verður afgreitt við gerð framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár.


7 Gatnagerð og fráveita
Fram var lagt reikningsyfirlit yfir rekstur og framkvæmdir framkvæmdadeildar fyrir tímabilið frá janúar til byrjunar nóvember.8 Sundlaug Akureyrar
Fram var lögð samantekt á áætluðum kostnaði við framkvæmdir við Sundlaug Akureyrar á þessu ári og áætlaður framkvæmdakostnaður næsta árs.
Vísað til gerðar framkvæmdaáætlunar næsta árs.


9 Ketilhús
Fram var lögð samantekt á áætluðum kostnaði við framkvæmdir við Ketilhúsið á þessu ári og áætlaður framkvæmdakostnaður næsta árs.
Vísað til gerðar framkvæmdaáætlunar næsta árs.


10 Iðavöllur
Fram var lögð samantekt á áætluðum kostnaði við framkvæmdir við Leikskólann Iðavöll á þessu ári og áætlaður framkvæmdakostnaður næsta árs.
Vísað til gerðar framkvæmdaáætlunar næasta árs.


11 Oddeyrarskóli
Fram var lögð samantekt á áætluðum kostnaði við framkvæmdir við Oddeyrarskóla á þessu ári og áætlaður framkvæmda kostnaður næsta árs.
Vísað til gerðar framkvæmdaáætlunar næsta árs.


12 Lundarskóli
Fram var lögð samantekt á áætluðum kostnaði við framkvæmdir við Lundarskóla á þessu ári og áætlaður framkvæmdakostnaður næsta árs.
Vísað til gerðar framkvæmdaáætlunar næsta árs.


13 Giljaskóli 2. áfangi - áætluð fjárþörf vegna skólabygginga árið 2001
Fram var lagt minnisblað vegna hönnunar lokaáfanga Giljaskóla með hugmyndum að fjárveitingum á næsta ári. Þá var lagt fram yfirlit yfir heildarkostnað við skólabyggingar á næsta ári.
Vísað til gerðar framkvæmdaáætlunar næsta árs.


14 Verkfundagerðir
Fram voru lagðar eftirfarandi verkfundagerðir:
Leikskólinn Iðavöllur - verkfundagerðir nr. 8 og 9.
Oddeyrarskóli - verkfundargerð nr. 7.15 Önnur mál
a) Að fundi loknum skoðuðu nefndarmenn framkvæmdir við leikskólann Iðavöll.
          Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 11.45.