Framkvæmdaráð

2399. fundur 11. desember 2000

Framkvæmdaráð - Fundargerð
13. fundur
11.12.2000 kl. 09:00 - 11:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Valgerður Hrólfsdóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson


1 Erindi Aðalsteins Bergdal f.h. Miðbæjarsamtakanna
um niðurfellingu stöðumælagjalda frá 8. desember til jóla.
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu.


2 Innbær
Gönguleiðin "Nonnaslóð"
Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu þar til frekari upplýsingar um framkvæmdir liggja fyrir, en mun hafa málið til skoðunar við gerð framkvæmdaáætlunar.


3 30 km hverfi
Tillaga umhverfisráðs.
Framkvæmdaráð tekur málið upp við gerð framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár.


4 Mötuneyti
Samþykktir framkvæmdanefndar og framkvæmdaráðs.
Framkvæmdaráð óskar eftir samantekt upplýsinga um stöðu og fyrirkomulag reksturs mötuneyta á vegum Akureyrarbæjar eins og hann er í dag. Þá óskar framkvæmdaráð eftir því að skólanefnd taki ákvörðun um það hvernig máltíðir skuli standa nemendum og starfsmönnum til boða í grunnskólum Akureyrar.


5 Hraunholt 2 - vatnsagi á lóð
Tekið var fyrir bréf frá Lögmannsstofu Ingu Þallar, þar sem krafist er skaðabóta vegna vatnsaga á umræddri lóð. Fram voru einnig lagðar greinargerðir deildarstjóra framkvæmdadeildar, byggingafulltrúa og Halldórs Péturssonar jarðfræðings um málið.
Í samræmi við bókun 2. fundar framkvæmdaráðs þann 26. júní s.l. hefur tæknideild unnið að úrbótum vegna vatnsaga á lóðinni í samráði við lóðarhafa sbr. framlagt bréf deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 4. desember s.l. Með þeim úrbótum hefur möguleiki til að koma vatni frá lóðinni aukist umtalsvert.
Framkvæmdaráð felur formanni og sviðsstjóra að ræða við bréfritara.


6 Erindi frá Páli Tryggvasyni
Erindi úr viðtalstíma bæjarfulltrúa 27. nóvember s.l.
Framkvæmdaráð felur tæknideild að gera tillögur um úrbætur áður en tekin verður afstaða til erindisins.


7 Drög að framkvæmdaáætlun í gatnagerð og fráveitu 2001
Fram var einnig lögð áætlun um gatnagerðargjöld 2001 ásamt áætlun um framkvæmdakostnað við stíga. Áfram verður unnið að gerð framkvæmdaáætlunar á næsta fundi nefndarinnar.8 Verkfundagerðir
Leikskólinn Iðavöllur - verkfundagerðir nr. 11 og 12.
Oddeyrarskóli - verkfundargerð nr. 9.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 11.20.