Framkvæmdaráð

225. fundur 14. janúar 2011 kl. 08:15 - 10:20 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson
  • Jón Birgir Gunnlaugsson
  • Tómas Björn Hauksson fundarritari
Dagskrá

1.Orkey - samstarf um lífdísel á ökutæki Akureyrkaupstaðar

Málsnúmer 2009110017Vakta málsnúmer

Kynnt voru næstu skref að samstarfi við Orkey ehf.
Fulltrúar frá N1 þeir Sigurður Bjarnason og Ívar Ragnarsson mættu á fundinn.

Framkvæmdaráð þakkar þeim Sigurði og Ívari kynninguna.

2.Strætisvagnar - breytingar á leiðakerfi

Málsnúmer 2011010024Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breyttu leiðakerfi SVA.
Stefán Baldursson forstöðumaður Stætisvagna Akureyrar mætti á fundinn.

Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir tillögu að breyttu leiðakerfi SVA og óskar eftir því að tillagan verði send til viðkomandi hverfisnefnda til kynningar.

Sigfús Arnar Karlsson B-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu, vilja taka fram að þeir vildu senda tillöguna til umsagnar hverfisnefnda en ekki til kynningar.

3.Slökkvilið Akureyrar - gjaldskrá 2011

Málsnúmer 2011010022Vakta málsnúmer

Tillaga að hækkun á gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar í samræmi við rekstrarkostnað slökkviliðsins.

Gjaldskráin rædd en afgreiðslu frestað.

4.Samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað - endurskoðun

Málsnúmer 2010110078Vakta málsnúmer

Lögð fram til 2. umræðu drög að endurskoðaðri Samþykkt um kattahald.

Afgreiðslu frestað.

5.Starfsáætlun framkvæmdaráðs 2011-2014

Málsnúmer 2011010021Vakta málsnúmer

Unnið að gerð starfsáætlunar fyrir framkvæmdaráð 2011-2014.

6.Kattahald - gjaldskrár 2011

Málsnúmer 2010120062Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir kattahald.

Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 10:20.