Framkvæmdaráð

213. fundur 09. júlí 2010 kl. 08:15 - 10:20 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson
  • Jón Birgir Gunnlaugsson
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Fráveita - bygging hreinsistöðvar

Málsnúmer 2006100064Vakta málsnúmer

Magnús Magnússon og Jónas V. Karlesson frá verkfræðistofunni Verkís og Gísli Jón Kristinsson arkitekt frá Arkitektur.is komu á fundinn og gerðu grein fyrir fráveitukerfi Akureyrar og hönnun og framkvæmdakostnaði við nýja hreinsistöð við Sandgerðisbót.

Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

2.Sorpmál - útboð 2010

Málsnúmer 2010020076Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson, bæjartæknifræðingur gerði grein fyrir stöðu mála vegna sorphirðu.

Framkvæmdaráð samþykkir að keypt verði ílát frá Promens Dalvik ehf undir lífrænt sorp.

3.Grassláttur 2010 - 2012 - samningur

Málsnúmer 2010060022Vakta málsnúmer

Forstöðumaður umhverfismála Jón Birgir Gunnlaugsson fór yfir stöðu mála.

Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

4.Þingvallastræti - endurgerð - 1. áfangi

Málsnúmer 2010050109Vakta málsnúmer

Miðvikudaginn 7. júlí 2010 kl. 10:00 voru opnuð tilboð í endurgerð Þingvallastrætis, áfanga 1.
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa verið yfirfarin og leiðrétt:


G.Hjálmarsson hf. kr. 28.900.000 93,2 %
Túnþökusala Kristins ehf. kr. 31.123.060 100,3 %
G.V.Gröfur ehf. kr. 26.855.820 86,6 %
Finnur ehf. kr. 27.215.500 87,7 %

Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda G.V. Gröfur ehf.

5.Ráðhústorg - þökulagning sumarið 2010

Málsnúmer 2010060102Vakta málsnúmer

12. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 24. júní 2010:
Sigurður Guðmundsson lagði fram tillögu um að Ráðhústorgið verði þökulagt í ár. Bæjarráð vísar tillögunni til framkvæmdaráðs.
Framkvæmdaráð samþykkir bráðabirgða þökulögn á Ráðhústorg.

6.Taldsvæðið að Hömrum - beiðni um lagfæringu á vegi og spenni

Málsnúmer 2010070025Vakta málsnúmer

Erindi dags. 4. júlí 2010 frá Tryggva Marinóssyni f.h Hamra, Útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta, um lagfæringar á vegi að útlífsmiðstöðinni og kaup á nýjum rafmagnsspenni fyrir svæðið.

Framkvæmdaráð samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 10:20.