Framkvæmdaráð

222. fundur 19. nóvember 2010 kl. 09:50 - 11:57 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson
  • Jón Birgir Gunnlaugsson
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Hundahald í Akureyrarkaupstað - endurskoðun samþykktar

Málsnúmer 2010020078Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju drög að nýrri samþykkt um hundahald.
Bæjarlögmaður, Inga Þöll Þórgnýsdóttir, sat fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdaráð samþykkir samþykktina með áorðnum breytingum og sendir hana til bæjarstjórnar til endanlegar afgreiðslu.

2.Kattahald í Akureyrarkaupstað - endurskoðun samþykktar

Málsnúmer 2010110078Vakta málsnúmer

Tekin fyrir drög að nýrri samþykkt um kattahald.
Bæjarlögmaður, Inga Þöll Þórgnýsdóttir, sat fundinn undir þessum lið.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Framkvæmdaáætlun ársins 2011

Málsnúmer 2010110077Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að framkvæmdaáætlun ársins 2011.

Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir framkvæmdaáætlun fyrir eignasjóð gatna að upphæð 390,7 milljónir króna fyrir árið 2011.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson fulltrúi Framsóknarflokks sat hjá við afgreiðslu áætlunarinnar.

Framkvæmdaráð samþykkir jafnframt framkvæmdaáætlun fyrir fráveitu Akureyrarbæjar fyrir árið 2011 að upphæð 49,0 milljónir króna.

4.Sorphirða í Akureyrarkaupstað - móttaka og flutningur úrgangs

Málsnúmer 2010090154Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar niðurstöður útboðs sem opnað var föstudaginn 12. nóvember sl.
Íslenska Gámafélagið ehf - kr. 229.540.000
Gámaþjónusta Norðurlands ehf - kr. 142.122.208
G.V. Gröfur ehf - kr. 243.040.000
Árni Helgason ehf - Hringrás hf - kr. 173.586.400.

Fundi slitið - kl. 11:57.