Fræðsluráð

33. fundur 17. ágúst 2020 kl. 13:30 - 15:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Þorlákur Axel Jónsson
  • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
  • Rósa Njálsdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
  • Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Atli Þór Ragnarsson fulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Hafdís Ólafsdóttir fulltrúi leikskólakennara
  • Hildur Lilja Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
  • Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
  • Jóhann Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Linda Rós Rögnvaldsdóttir varamaður grunnskólakennara
  • Erna Rós Ingvarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla fræðslusviðs
Dagskrá

1.Menntastefna Akureyrarbæjar - framkvæmd

Málsnúmer 2020080319Vakta málsnúmer

Kristrún Lind Birgisdóttir framkvæmdastjóri Tröppu kynnti stöðu innleiðingar á menntastefnu Akureyrarbæjar.

2.Húsnæðismál - kynning

Málsnúmer 2020080239Vakta málsnúmer

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri UMSA kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda í skólum bæjarins.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs að afla upplýsinga um kostnað og kostnaðarskiptingu á framkvæmdum í Rósenborg vegna flutnings kennslu 7.- 10. bekkjar Lundarskóla.


3.Starfsáætlun fræðslusviðs 2021

Málsnúmer 2020050172Vakta málsnúmer

Endurskoðun á starfsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2021.

4.Rekstur fræðslumála 2020

Málsnúmer 2020010575Vakta málsnúmer

Forstöðumaður rekstrar fór yfir rekstur fræðslumála frá janúar til júní 2020.

5.Viðbragðsáætlun og aðgerðir á fræðslusviði

Málsnúmer 2020030390Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fræðslusviðs fór yfir þær aðgerðir sem gripið verður til í leik- og grunnskólum vegna tilmæla Almannavarna.

6.Kjarasamningar - kynning

Málsnúmer 2020080238Vakta málsnúmer

Nýgerðir kjarasamningar SNS og aðildarfélaga KÍ lagðir fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.