Fræðsluráð

4. fundur 17. febrúar 2017 kl. 13:30 - 14:45 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Baldvin Valdemarsson
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá

1.Samþykktir fastanefnda 2017

Málsnúmer 2017020082Vakta málsnúmer

Ný samþykkt fyrir hlutverk og ábyrgð fræðsluráðs eftir stjórnsýslubreytingar.
Fræðsluráð samþykkir framlagða samþykkt fyrir fræðsluráð og felur sviðsstjóra fræðslusviðs að koma á framfæri smávægilegum orðalagsbreytingum á 10. og 15. grein samþykktarinnar.

2.Barnasáttmálinn

Málsnúmer 2015040236Vakta málsnúmer

Tilnefning tveggja fulltrúa í stýrihóp vegna innleiðingar verkefnisins Barnvænt sveitarfélag.

Annar fulltrúi kemur af fræðslusviði og hinn fulltrúinn er tilnefndur úr fræðsluráði.

Fræðsluráð leggur til að eftirfarandi fulltrúar sitji í stýrihópnum:

Guðbjörg Ingimundardóttir af fræðslusviði og Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður fræðsluráðs.

3.Kjarasamningar grunnskólakennara

Málsnúmer 2017010147Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri fór yfir vinnuferli vegna bókunar I í kjarasamningi grunnskólakennara og kynnti verkefnisstjóra sem ráðinn hefur verið til að stýra verkinu.

Kristrún Lind Birgisdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri vegna vinnu við bókun I í kjarasamningi.

Sviðsstjóri fræðslusviðs gerir tillögur um að greiddir verði allt að 10 yfirvinnutímar til hvers kennara í stýrihópi kennara vegna bókunar I í kjarasamningi.
Fræðsluráð samþykkir að greiddar verði allt að 10 klukkustundir í yfirvinnu til fulltrúa kennara í stýrihópnum.

Áætlaður kostnaður vegna vinnunar er kr. 1.800.000.

Erindinu vísað til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 14:45.