Fræðslunefnd

5. fundur 29. nóvember 2013 kl. 09:00 - 09:15 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir formaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir
  • Tómas Björn Hauksson
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri
  • Ingunn Helga Bjarnadóttir fundarritari
Dagskrá

1.Umsókn um styrk úr námsstyrkjasjóði embættismanna Akureyrarbæjar - haust 2013

Málsnúmer 2013110071Vakta málsnúmer

Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu sækir um styrk í Námsstyrkjasjóð embættismanna. Þórgnýr sækir um eins árs leyfi frá sumri 2014 til vors 2015. Þórgnýr hefur hug á að stunda rannsóknartengt meistaranám við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri í svokallaðri Ethical leadership sem e.t.v. mætti þýða sem Siðleg forusta. Þórgnýr hefur starfað hjá Akureyrarbæ frá árinu 1995 og hefur því 18 ára starfsreynslu.

Fræðslunefnd samþykkir að veita Þórgný Dýrfjörð námsstyrk til níu mánaða frá hausti 2014.

Fundi slitið - kl. 09:15.