Fræðslunefnd

1. fundur 30. mars 2020 kl. 10:00 - 10:12 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir formaður
  • Dan Jens Brynjarsson varaformaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir
  • Kristinn Jakob Reimarsson
  • Steindór Ívar Ívarsson
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Anna Lilja Björnsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Anna Lilja Björnsdóttir mannauðsráðgjafi
Dagskrá

1.Námsleyfasjóður sérmenntaðra starfsmanna - úthlutun 2020

Málsnúmer 2020010258Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu fræðslusjóðs sérmenntaðs starfsfólks.
Með vísan til stöðu námsleyfasjóðs sérmenntaðs starfsfólks Akureyrarbæjar samþykkir fræðslunefnd Akureyrarbæjar að auglýsa ekki eftir umsóknum um styrki vegna náms á árunum 2020-2021.

2.Námsleyfasjóður embættismanna - 2020

Málsnúmer 2020040082Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu námsleyfasjóðs embættismanna.
Með vísan til stöðu námsleyfasjóðs embættismanna Akureyrarbæjar samþykkir fræðslunefnd Akureyrarbæjar að auglýsa ekki eftir umsóknum um styrki vegna náms á árunum 2020-2021.

Fundi slitið - kl. 10:12.