Fræðslu- og lýðheilsuráð

17. fundur 03. október 2022 kl. 14:00 - 16:30 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Arnór Þorri Þorsteinsson
  • Bjarney Sigurðardóttir
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Tinna Guðmundsdóttir
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ísak Már Jóhannesson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson settur sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
Dagskrá
Arnór Þorri Þorsteinsson L-lista sat fundinn í forföllum Huldu Elmu Eysteinsdóttur.

1.Samþykkt fyrir ungmennaráð - tillaga að breytingum frá ungmennaráði i júní 2022

Málsnúmer 2022090672Vakta málsnúmer

Lögð fyrir drög að samþykkt fyrir ungmennaráð Akureyrarbæjar en drögin voru unnin af ungmennaráði í júní 2022.

Karen Nóadóttir verkefnastjóri Barnvæns sveitarfélags sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjórnenda, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Vísað til bæjarráðs.

2.Réttindaskólar UNICEF

Málsnúmer 2019040028Vakta málsnúmer

Góð reynsla er komin á samstarf UNICEF á Íslandi og Akureyrarbæjar um barnvænt sveitarfélag. Fimm leikskólar hafa þegar hafið vinnu að því að verða Réttindaskólar UNICEF. Þegar skóli ákveður að verða Réttindaskóli skuldbindur hann sig að gera réttindi barna að raunveruleika eftir bestu getu. Fyrir liggur tillaga frá UNICEF að áætlun um innleiðingu Barnasáttmálans í alla leikskóla Akureyrarbæjar.

Karen Nóadóttir verkefnastjóri Barnvæns sveitarfélags sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjórnenda, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur vel í erindið og samþykkir.

3.Breyting á launaáætlun leikskóla september - desember 2022

Málsnúmer 2022090752Vakta málsnúmer

Fyrir liggur breyting á launaáætlun leikskóla haustið 2022. Erindinu var vísað til síðari umræðu í ráðinu á 16. fundi ráðsins þann 19. september 2022.

Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjórnenda, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð kr. 14.290.000 og vísar erindinu til bæjarráðs.

4.Breyting á launaáætlun grunnskóla ágúst - desember 2022

Málsnúmer 2022091292Vakta málsnúmer

Fyrir liggur breyting á launaáætlun grunnskóla haustið 2022.

Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjórnenda, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar erindinu til síðari umræðu í ráðinu.

5.Reglur um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ

Málsnúmer 2022100188Vakta málsnúmer

Umræður um reglur um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ.

Tinna Guðmundsdóttir F-lista óskar að bóka:

Heimgreiðslur ætti að tekjutengja þannig að tekjulægri foreldrar ættu kost á hærri heimgreiðslu en tekjuhærri og þannig væri stutt sannarlega betur við lágtekjufólk sem og einstæða foreldra.

Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjórnenda, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

6.Rekstur fræðslu- og lýðheilsusviðs 2022

Málsnúmer 2022030187Vakta málsnúmer

Árni K. Bjarnason rekstrarstjóri fór yfir rekstur fræðslu- og lýðheilsusviðs frá janúar út ágúst 2022.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjórnenda, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

7.Fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2023-2026

Málsnúmer 2022060686Vakta málsnúmer

Umræður um fjárhagsáætlunarvinnu fræðslu- og lýðheilsusviðs.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram minnisblað varðandi viðhaldsverkefni í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar sem þarf að taka afstöðu til vegna vinnu við fjárhagsáætlun ráðsins fyrir árið 2023.

Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjórnenda, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að farið verði í endurnýjun á lýsingu yfir gervigrasinu í Boganum árið 2023.

Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir framlagi frá búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjaráðs árið 2023 til að endurnýja púða í lendingargryfju fimleikasalarins í Íþróttamiðstöð Giljaskóla (að hámarki 12 milljónir) og endurnýjun knattspyrnumarka í Boganum (2 milljónir).

8.Skautafélag Akureyrar - beiðni um endurnýjun búnaðar

Málsnúmer 2022060424Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 8. júní 2022 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdastjóra Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir fjármagni til að endurnýja hljóðkerfi Skautahallarinnar. Erindið var áður á dagskrá ráðsins 22. júní 2022 og var þá vísað til fjárhagsáætlunarvinnu ráðsins fyrir árið 2023.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnafulltrúar: Geir Kr. Aðalsteinsson fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við UMSA að endurnýja hljóðkerfi Skautahallarinnar í tengslum við endurbætur mannvirkisins.

9.Boginn - fjölnota gólfefni á gervigras

Málsnúmer 2022091221Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. ágúst 2022 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs fyrir hönd hagsmunaaðila þar sem leitast er eftir því að Akureyrarbær kaupi viðburðargólf sem mundi nýtast að mestu leyti í Boganum.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnafulltrúar: Geir Kr. Aðalsteinsson fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð getur ekki orðið við erindinu.

10.Knattspyrnufélag Akureyrar Lyftingadeild - beiðni um styrk vegna búnaðar og aðstöðu

Málsnúmer 2022050586Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi frá ÍBA fyrir hönd Lyftingadeildar Knattspyrnufélags Akureyrar þar sem deildin óskar eftir stuðningi Akureyrarbæjar vegna búnaðarkaupa og aðstöðumála félagsins. Erindið var áður á dagskrá ráðsins 30. júní 2022.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnafulltrúar: Geir Kr. Aðalsteinsson fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að styrkja Lyftingadeild Knattspyrnufélags Akureyrar að upphæð kr. 750.000 vegna búnaðarkaupa.

11.Nökkvi, félag siglingamanna - rekstrarsamningur um siglingahús

Málsnúmer 2021080462Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram minnisblað varðandi framlengingu á rekstrarsamningi við Siglingaklúbbinn Nökkva um rekstur og umsjón félagsaðstöðu félagsins við Drottningarbraut.

Áheyrnafulltrúar: Geir Kr. Aðalsteinsson fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur forstöðumanni íþróttamála að gera nýjan samning við Siglingafélagið Nökkva um rekstur og umsjón félagsaðstöðu félagsins við Drottningarbraut.

Fundi slitið - kl. 16:30.