Félagsmálaráð

1200. fundur 07. janúar 2015 kl. 14:00 - 17:10 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir formaður
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson varaformaður
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Valbjörn Helgi Viðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  • Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Kolbeinn Aðalsteinsson fundarritari
Dagskrá
Valbjörn Helgi Viðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista mætti í forföllum Guðrúnar Karitasar Garðarsdóttur.

Oktavía Jóhannesdóttir D-lista mætti á fundinn kl. 14:10.

1.Fjárhagserindi 2015 - áfrýjanir

Málsnúmer 2015010023Vakta málsnúmer

Ester Lára Magnúsdóttir verkefnisstjóri kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

2.Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2014

Málsnúmer 2014010039Vakta málsnúmer

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi kynnti stöðuna á biðlista dagsettum 2. janúar 2015 eftir leiguhúsnæði Akureyrarbæjar um áramót.
Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

3.Húsaleigubætur - yfirlit 2014

Málsnúmer 2014110105Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar yfirlit dagsett 2. janúar 2015 frá Jóni Heiðari Daðasyni húsnæðisfulltrúa um almennar og sérstakar húsaleigubætur - stöðu um áramót.
Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

4.Forgangur í leiguhúsnæði 2015 - áfrýjanir

Málsnúmer 2015010024Vakta málsnúmer

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi kynnti áfrýjun vegna forgangs á biðlista eftir leiguíbúð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

5.Öldrunarheimili Akureyrar - vaktir styttar 2008

Málsnúmer 2014110195Vakta málsnúmer

Lagt var fram bréf dagsett 11. nóvember 2014 frá starfsmönnum Öldrunarheimila Akureyrar vegna styttingar á vöktum á Hlíð árið 2008, sem hafa ekki verið lengdar aftur.
Félagsmálaráð óskar eftir frekari gögnum og frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

6.Ábendingar starfsmanna öldrunarheimilanna til bæjarstjóra

Málsnúmer 2014120042Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir samantekt og minnisblað dagsett 26. nóvember 2014 vegna ábendingar starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar.
Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

7.Öldrunarheimili Akureyrar og búsetudeild - samstarf við háskólastigið

Málsnúmer 2013120101Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór Sigurður Guðmundsson og framkvæmdastjóri búsetudeildar, Soffía Lárusdóttir, reifuðu nokkur atriði frá viðræðufundi með Háskólanum á Akureyri. Fjallað var um áform um samstarfssamning um klínískt nám, samskipti, endurmenntun og rannsóknir.
Félagsmálaráð þakkar kynninguna.
Oktavía Jóhannesdóttir D-lista fór af fundi kl. 15:50.

8.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga

Málsnúmer 2009110111Vakta málsnúmer

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild kynntu skýrslu með úttekt á þjónustu við fatlað fólk á þjónustusvæði Eyjafjarðar. Skýrslan er hluti af sameiginlegu mati ríkis og sveitarfélaga á faglegum árangri tilfærslunnar.
Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

9.Búsetudeild - ráðstefna the Gentle Teaching International conference

Málsnúmer 2014120158Vakta málsnúmer

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lagði fram minnisblað dagsett 2. janúar 2015 og óskaði eftir heimild félagsmálaráðs til að ganga til viðræðna við stjórn Alþjóðasamtaka Gentle Teaching um að halda árið 2016 alþjóðlega ráðstefnu samtakanna á Akureyri.
Félagsmálaráð þakkar kynninguna. Félagsmálaráð heimilar búsetudeild að ganga til viðræðna við stjórn Alþjóðasamtaka Gentle Teaching um að halda árið 2016 alþjóðlega ráðstefnu samtakanna á Akureyri.

Fundi slitið - kl. 17:10.