Félagsmálaráð

1189. fundur 20. ágúst 2014 kl. 14:00 - 17:08 Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir formaður
  • Guðlaug Kristinsdóttir
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Dagbjartsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagserindi 2014 - áfrýjanir

Málsnúmer 2014010041Vakta málsnúmer

Katrín Árnadóttir og Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir félagsráðgjafar kynntu áfrýjanir í fjárhagsaðstoð.

Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

2.Búsetudeild - áfrýjanir 2014

Málsnúmer 2014010230Vakta málsnúmer

Lögð fram áfrýjun vegna synjunar á félagslegri heimaþjónustu, mál nr. 2014050073.
Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu A lagði fram greinargerð búsetudeildar.

Áfrýjun og afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

3.Félagsmálaráð - rekstraryfirlit 2014

Málsnúmer 2014010036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit allra deilda félagsmálaráðs frá janúar til júlí 2014.

4.Fjárhagsáætlun 2015 - félagsmálaráð

Málsnúmer 2014080057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fjárhagsáætlunarferli vegna áætlunar 2015.

5.Samstarf HAK og Akureyrarbæjar 2014

Málsnúmer 2014080073Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um samstarfsverkefni HAK og Akureyrarbæjar dagsett 18. ágúst 2014.

6.Dagvist aldraðra - taka til skoðunar og umfjöllunar núverandi skipulag og húsnæði dagþjónustunnar sem rekin er á tveimur stöðum

Málsnúmer 2013040039Vakta málsnúmer

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, ásamt forstöðumanni dagþjónustu aldraðra í Víðilundi lögðu fram minnisblað dagsett 18. ágúst 2014 með tillögu um að stjórn dagþjónustu aldraðra á Akureyri verði öll færð undir stjórn Öldrunarheimila Akureyrar.

Félagsmálaráð samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarráð að stjórn dagþjónustu aldraðra á Akureyri verði öll færð undir stjórn Öldrunarheimila Akureyrar.

7.Þjónustuhópur aldraðra

Málsnúmer 2014080070Vakta málsnúmer

Tilnefning fulltrúa Akureyrarbæjar í þjónustuhóp aldraðra, skv. 7. gr. laga um málefni aldraðra.

Félagsmálaráð samþykkir að skipa Halldór Sigurð Guðmundsson framkvæmdastjóra ÖA sem fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra og Soffíu Lárusdóttur framkvæmdastjóra búsetudeildar til vara.

8.Búsetudeild - einstaklingsmál 2014

Málsnúmer 2014020048Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 19. ágúst 2014 á fundinum.

Fært í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

9.Lautin - athvarf fyrir fólk með geðraskanir

Málsnúmer 2012010115Vakta málsnúmer

Rekstrarsamningur um rekstur Lautar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, rennur út 31. ágúst 2014. Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti málið og óskar heimildar félagsmálaráðs til að framlengja samninginn til 31. desember 2014.

Félagsmálaráð óskar eftir heimild bæjarráðs fyrir aukafjárveitingu að upphæð kr. 3.707.760 þannig að hægt verði að tryggja rekstur Lautarinnar út rekstrarárið. Að fengnu samþykki bæjarráðs hefur framkvæmdastjóri búsetudeildar heimild til að framlengja samninginn til 31. desember 2014. Félagsmálaráð telur brýnt að lausn verði fundin á rekstri Lautarinnar til framtíðar og felur formanni félagsmálaráðs og framkvæmdastjóra búsetudeildar að vinna málið áfram.

10.Félagsmálaráð - starfsemi 2014-2018

Málsnúmer 2014060230Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaáætlun félagsmálaráðs fyrir tímabilið ágúst til desember 2014.
Félagsmálaráð samþykkir fundaáætlunina.

Fundi slitið - kl. 17:08.