Félagsmálaráð

1171. fundur 25. september 2013 kl. 14:00 - 17:04 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Valdís Anna Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Margrét Alfreðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagserindi 2013 - áfrýjanir

Málsnúmer 2013010061Vakta málsnúmer

Ester Lára Magnúsdóttir og Snjólaug Jóhannesdóttir félagsráðgjafar á fjölskyldudeild kynntu áfrýjanir í fjárhagsaðstoð.

Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra eru færðar í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

2.Hæfingarstöð - nafnbreyting

Málsnúmer 2010020010Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að nafnbreytingu Hæfingarstöðvarinnar.

Félagsmálaráð samþykkir nafnið Skógarlundur.

3.Félagsmálaráð - gjaldskrár 2014

Málsnúmer 2013090249Vakta málsnúmer

Eftirtaldar gjaldskrár lagðar fram til afgreiðslu:
Heimaþjónusta Akureyrarbæjar, félagsstarf eldri borgara á Akureyri, skólavistun 16-20 ára og skammtímavistun fyrir fatlaða einstaklinga búsetta utan sameiginlegs þjónustusvæðis í Eyjafirði.

Félagsmálaráð samþykkir 4% hækkun gjaldskrár heimaþjónustu.

Félagsmálaráð samþykkir hækkun gjaldskrár vegna hádegisverðar í félagsstarfi aldraðra úr kr. 980 í kr. 1.000 máltíðina.

Félagsmálaráð samþykkir hækkun á leigu fyrir sali í félagsmiðstöðum aldraðra í kr. 50.000 og að settar verði nánari reglur um útleiguna.

Félagsmálaráð samþykkir að gjaldskrá fyrir frístund mikið fatlaðra ungmenna 16-20 ára verði sú sama og fyrir aðra notendur þjónustunnar og taki gildi 1. nóvember 2013, samþykktinni vísað til bæjarráðs.

Félagsmálaráð samþykkir tillögu að hækkun á gjaldi skammtímavistunar fyrir einstaklinga utan sameiginlegs þjónustusvæðis.

4.Fjárhagsáætlun 2014 - félagsmálaráð

Málsnúmer 2013090052Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlanir fjölskyldudeildar, HAK, búsetudeildar og ÖA lagðar fram til afgreiðslu.

Félagsmálaráð samþykkir drög að fjárhagsáætlun 2014 fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

5.Stefna og skorkort ÖA

Málsnúmer 2013060116Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga framkvæmdastjóra ÖA að stefnu og skorkorti fyrir ÖA. Málið var áður kynnt á fundi 10. júní 2013. Tillagan er afrakstur af vinnu starfshóps (Eden-hópur) hjá ÖA og hefur farið til skoðunar og athugasemda deildarstjóra ÖA. Tillagan er í dag einnig kynnt fyrir notendaráði ÖA.

Félagsmálaráð samþykkir tillögu að stefnumörkun ÖA og skorkorti og felur framkvæmdastjóra og stjórnendum ÖA að vinna að framgangi stefnumörkunarinnar og taka til endurskoðunar síðari hluta árs 2014.

6.Framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri - ráðning

Málsnúmer 2013060247Vakta málsnúmer

Staða framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvar.
Félagsmálaráð ræddi stöðu mála.

Fundi slitið - kl. 17:04.