Félagsmálaráð

1143. fundur 09. maí 2012 kl. 14:00 - 16:56 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Jóhann Ásmundsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Maack Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi
Dagskrá

1.Félagsmálaráð - rekstraryfirlit 2012

Málsnúmer 2012030172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar niðurstaða þriggja mánaða rekstrar allra málaflokka félagsmálaráðs.

2.Fjárhagserindi 2012 - áfrýjanir

Málsnúmer 2012010019Vakta málsnúmer

Sólveig Fríða Kjærnested ráðgjafi kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

3.Fjárhagsaðstoð 2012

Málsnúmer 2012010021Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir veitta aðstoð eftir fyrstu fjóra mánuði ársins.

4.Fjölskyldudeild - kynning á starfsemi 2012

Málsnúmer 2012050021Vakta málsnúmer

Ester Lára Magnúsdóttir verkefnastjóri á fjölskyldudeild kynnti stöðuna í félagsþjónustu.
Lagt var fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar og Esterar Láru Magnúsdóttur, dags. 8. maí 2012.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

5.Félag eldri borgara á Akureyri - samkomulag

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar fundargerð frá samráðsfundi Félags eldri borgara og fulltrúa Akureyrarbæjar sem haldinn var 21. febrúar 2012.

Félagsmálaráð vísar 3. lið fundargerðarinnar um sorphirðu hjá eldri borgurum til umhverfisdeildar og óskar eftir úrlausn.

Soffíu Lárusdóttur framkvæmdastjóra búsetudeildar falið að fylgja eftir öðrum liðum, eftir því sem við á.

Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista vék af fundi kl. 16:00.

6.Sambýlið Þrastarlundur - hlutverk og markmið

Málsnúmer 2008020169Vakta málsnúmer

Kristinn Már Torfason forstöðumaður kynnti starfsemi Þrastalundar. Lagt fram skjal um hlutverk og markmið sambýlisins.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna. Heimsókn í Þrastarlund er frestað.

Pétur Maack Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi S-lista vék af fundi kl. 16:30.

Fundi slitið - kl. 16:56.