Félagsmálaráð

1133. fundur 26. október 2011 kl. 14:00 - 16:50 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Jóhann Ásmundsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
Starfsmenn
  • Margrét Guðjónsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagserindi 2011 - áfrýjanir

Málsnúmer 2011010144Vakta málsnúmer

Snjólaug Jóhannesdóttir og Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafar og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið og kynntu áfrýjanir í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

2.Fjárhagsaðstoð 2011

Málsnúmer 2011010143Vakta málsnúmer

Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri á fjölskyldudeild lögðu fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu níu mánuði ársins 2011.

3.Fjölskyldudeild - kynning á starfsemi 2011

Málsnúmer 2011010145Vakta málsnúmer

Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi á fjölskyldudeild kynnti ýmis úrræði sem eru í vinnslu varðandi einstaklinga sem eru á framfærslu.
Ólöf E. Leifsdóttir forstöðumaður og Magnús Kristjánsson rekstrarstjóri á Plastiðjunni Bjargi/Iðjulundi kynntu starfsemi Plastiðjunnar.
Tryggvi Þór Gunnarsson L-listanum vék af fundi undir þessum lið.

4.Aflið - systursamtök Stígamóta - styrkbeiðni 2010

Málsnúmer 2010010001Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram samning við Aflið sem gerður var í nóvember 2010.

Félagsmálaráð samþykkir samninginn.

5.Almannaheillanefnd

Málsnúmer 2008100088Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram til kynningar síðustu fundargerð almannaheillanefndar.

6.Heilsugæslustöðin á Akureyri - þjónustusamningur SÍ og Akureyrarbæjar 2011

Málsnúmer 2011050121Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir kynnti nýjan þjónustusamning milli Akureyrarbæjar og Sjúkratrygginga Íslands um heilsugæsluþjónustu. Samingurinn gildir út þetta ár og framlengist verði honum ekki sagt upp.

7.Heilsugæslustöðin á Akureyri - niðurskurður 2012

Málsnúmer 2011100095Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri og Þórir V. Þórisson yfirlæknir á HAK lögðu fram tillögur að niðurskurði fyrir árið 2012. Miðað við fjárhagsramma ársins þarf að spara um 15 milljónir.

Fundi slitið - kl. 16:50.