Félagsmálaráð

1105. fundur 24. júní 2010 kl. 14:00 - 18:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Anna Guðný Guðmundsdóttir
Starfsmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir
  • Margrét Guðjónsdóttir
  • Helga Erlingsdóttir
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Dagskrá
Auk nefndarmanna sátu fundinn varamennirnir Hlín Bolladóttir, Sif Sigurðardóttir og María Hólmfríður Marinósdóttir.

1.Félagsmálaráð - starfsemi 2010-2014

Málsnúmer 2010060081Vakta málsnúmer

Rætt um skipulag funda ráðsins á næstunni m.a. fundartíma og tíðni funda.

Ákveðið að reglulegir fundir ráðsins verði, frá hausti, haldnir 2. og 4. miðvikudag hvers mánaðar kl. 14. Næsti fundur verður 30. júní og eftir það verður gert fundarhlé fram í ágúst.

2.Félagsmálaráð - kynning á starfsemi

Málsnúmer 2010060081Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA, Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynntu starfsemi deildanna og verksvið ráðsins.

María Hólmfríður Marinósdóttir fór af fundi kl. 16.10.

Fundi slitið - kl. 18:00.