Bæjarstjórn

3361. fundur 21. október 2014 kl. 16:00 - 18:04 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá málið Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum, sem verði 1. liður á dagskrá.
Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Bréf dagsett 21. október 2014 frá Tryggva Þór Gunnarssyni svohljóðandi:
Ég undirritaður Tryggvi Þór Gunnarsson varabæjarfulltrúi L-listans í bæjarstjórn Akureyrar tímabilið 2014 til 2018 óska hér með eftir lausn frá því starfi vegna trúnaðarbrests núverandi meirihluta í minn garð.

Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðni Tryggva Þórs Gunnarssonar með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Norðurtangi 5 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2014050162Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 15. október 2014:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi "Hafnarsvæða sunnan Glerár" var auglýst frá 20. ágúst til 1. október 2014. Um er að ræða stækkun lóðarinnar nr. 5 við Norðurtanga ásamt fleiri breytingum. Tillagan var unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, dagsett 30. júlí 2014.
Engin athugasemd barst.
Tvær umsagnir bárust:
1) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 11. september 2014, sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
2) Norðurorka, dagsett 16. september 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna en bendir á að kostnaður vegna hugsanlegrar færslu lagna innan lóðar skal greiðast af lóðarhafa eða þeim sem óskar eftir breytingunni.
Skipulagsnefnd áréttar að kostnaður vegna færslu lagna innan lóða skipulagsins skal greiðast af lóðarhafa eða þeim sem óskar eftir breytingunni. Einnig leggur skipulagsnefnd til að gert verði ráð fyrir gróðurbelti á milli lóða Norðurtanga 7 og 9 og göngustígs.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Lækjargata 9a - breyting á deiliskipulagi Innbæjar

Málsnúmer 2014060004Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 15. október 2014:
Erindi dagsett 2. júní 2014 þar sem Halldór Arnarsson f.h. Trémáls ehf, kt. 580587-1199, sækir um breytingar á húsi nr. 9a við Lækjargötu.
Skipulagsnefnd heimilaði þann 9. júlí 2014 umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins.
Tillagan er dagsett 24. september 2014 og er unnin af Kollgátu ehf.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit og á nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

4.Velferðarmál

Málsnúmer 2014100061Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúi Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista óskaði eftir að tekin yrði umræða um velferðarstefnu fyrir Akureyrarbæ.
Almennar umræður.

5.Sumarlokun leikskóla

Málsnúmer 2013120092Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista óskuðu eftir að tekin yrði umræða um sumarlokanir leikskóla.
Almennar umræður.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi kl. 18:00.

6.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 9. og 16. október 2014
Bæjarráð 8. og 16. október 2014
Félagsmálaráð 30. september og 1. október 2014
Framkvæmdaráð 3. október 2014
Íþróttaráð 2. október 2014
Skipulagsnefnd 15. október 2014
Skólanefnd 1. og 1

Fundi slitið - kl. 18:04.