Bæjarstjórn

3318. fundur 20. mars 2012 kl. 16:00 - 17:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
 • Hlín Bolladóttir
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Inda Björk Gunnarsdóttir
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Víðir Benediktsson
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Hermann Jón Tómasson
 • Njáll Trausti Friðbertsson
 • Sigurður Guðmundsson
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá málið Bæjarstjórn - niðurfelling fundar, sem verði 6. liður á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-listans um tímabundna breytingu á skipan fulltrúa framboðsins í bæjarstjórn vegna töku fæðingarorlofs, svohljóðandi:
Geir Kristinn Aðalsteinsson, kt. 070275-5629, bæjarfulltrúi L-lista mun nýta sér rétt til töku fæðingarorlofs á tímabilinu 9. mars til og með 9. maí 2012.
Á framangreindu tímabili mun Víðir Benediktsson, kt. 101259-5799, taka sæti hans sem aðalmaður í bæjarstjórn.
Halla Björk Reynisdóttir, kt. 170967-5189, mun á sama tímabili gegna stöðu forseta bæjarstjórnar í stað Geirs Kristins Aðalsteinssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-listans um breytingu á skipan varamanns í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar:
Tryggvi Þór Gunnarsson, kt. 130565-3959, tekur sæti varamanns í stað Sigurveigar S. Bergsteinsdóttur, kt. 191253-2729.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Deiliskipulag við Vestursíðu - Borgarbraut

Málsnúmer 2011110007Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. febrúar 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir Borgarbraut-Vestursíðu. Um er að ræða í einu skjali skipulagslýsingu og matslýsingu unna af X2 hönnun-skipulagi ehf., dags. 22. febrúar 2012.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt almenningi, leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um lýsinguna.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Miðbær suðurhluti - deiliskipulag Drottningarbrautarreits

Málsnúmer SN100014Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. mars 2012:
Tillaga að deiliskipulagi Miðbæjar suðurhluta - Drottningarbrautarreits, auk breytingaruppdráttar af deiliskipulagi Miðbæjar var auglýst frá 28. desember 2011 til 7. febrúar 2012.
Einnig fylgja eftirfarandi gögn:
a) Skipulagslýsing dags. 23. júní 2011.
b) Hljóðskýrsla, Hávaði frá umferð um Drottningarbraut - Mannvit, 16. desember 2011.
c) Drottningarbrautarreitur Akureyri, Húsakönnun - 2012.
9 skriflegar athugasemdir bárust við tillöguna á athugasemdatíma auk undirskriftalista sem flokkast þannig:
1150 frá Akureyri,
358 utan Akureyrar,
61 ógild undirskrift eða röng kennitala,
72 tvískráningar.
Árni Ólafsson arkitekt kom á fundinn og fór yfir framlagða húsakönnun.
Í athugasemd Norðurorku kemur fram að ósamræmi er í greinargerð sem nú hefur verið lagfært. Vegna þessa hefur ný dagsetning, 14. mars 2012, verið færð á deiliskipulagsuppdrátt og í greinargerð.
Að öðru leyti hefur tillagan ekki tekið breytingum eftir auglýsingartíma.
Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna á húsakönnuninni.

Svör við athugasemdum koma fram í skjali merktu "Drottningarbraut - ath. og svör 14.3.2012".

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt ásamt breytingaruppdrætti fyrir deiliskipulag Miðbæjar verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku þeirra.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar bókað:
Þó ánægjulegt sé að reiturinn sé nú skipulagður án bensínstöðvar og lúgusjoppu er ýmislegt sem betur má fara. Ég tek undir athugasemdir Húsafriðunarnefndar og fjölmargra íbúa varðandi áætlaða hótelbyggingu í suðurenda reitsins sem brýtur gegn byggðarmynstri og sjónarrönd miðbæjarins sem byggir á hækkandi hæðarlínu í átt til miðbæjar auk þess að vera í ósamræmi við núverandi byggð hvað varðar stærðarhlutföll. Varðandi íbúabyggð á austanverðum reitnum tel ég mikilvægt að byggt verði í gömlum stíl af virðingu við þau fallegu gömlu hús sem nú marka ásýnd suðurhluta miðbæjarsvæðisins og eru góð dæmi um sérkenni í húsagerðarlist Akureyringa frá síðustu aldamótum. Ég legg til að sérstök ákvæði verði sett í greinargerð deiliskipulagsins um að ytra byrði nýju húsanna svo sem, klæðning, gluggagerð, geretti og annað skraut eigi sér fyrirmynd í þeim húsum á svæðinu sem njóta hverfisverndar. Ég sit því hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 9 atkvæðum gegn atkvæði Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

5.Lánasjóður sveitarfélaga - lántaka 2012

Málsnúmer 2012020112Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 15. mars 2012:
Fjármálastjóri kynnti fyrirhugða erlenda lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að upphæð EUR 3.000.000.
Lögð fram tillaga að bókun til bæjarstjórnar vegna lántökunnar svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð EUR 3.000.000 til 8 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við 2. áfanga Naustaskóla, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Lánið er af endurlánafé frá Þróunarbanka Evrópuráðsins og skuldbindur lántaki sig til að veita upplýsingar um þau verkefni sem fjármögnuð eru skv. Viðauka III í lánssamningi en þau þurfa að rúmast innan skilyrða þróunarbankans sbr. Viðauka II í lánssamningi. Jafnframt er Dan Jens Brynjarssyni, fjármálastjóra, kt. 170160-5849, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akureyrarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Bæjarráð samþykkir lánssamninginn og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir lánssamninginn og tillögu bæjarráðs að bókun með 10 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

6.Bæjarstjórn - niðurfelling fundar

Málsnúmer 2012030183Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar leggur til að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar 3. apríl nk. verði felldur niður þar sem fyrirsjáanlegt er að engin aðkallandi mál muni ligga fyrir fundi. Næsti fundur bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar verður því 17. apríl 2012 kl. 16:00.
Í 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir: Sveitarstjórn er heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, enda sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi sveitarstjórnar á undan.
Bæjarstjórn samþykkir niðurfellingu fundar bæjarstjórnar 3. apríl 2012 með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 1., 8. og 15. mars 2012
Skipulagsnefnd 29. febrúar og 14. mars 2012
Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 22. og 29. febrúar, 7. og 14. mars 2012
Framkvæmdaráð 17. febrúar og 2. mars 2012
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 2. mars 2012
Stjórn Akureyrarstofu 21. febrúar og 7. mars 2012
Skólanefnd 20. febrúar og 5. mars 2012
Íþróttaráð 1. mars 2012
Félagsmálaráð 7. mars 2012
Samfélags- og mannréttindaráð 14. mars 2012
Umhverfisnefnd 13. mars 2012

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is / Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 17:00.