Bæjarstjórn

3286. fundur 18. maí 2010
Bæjarstjórn - Fundargerð
3286. fundur
18. maí 2010   kl. 16:00 - 19:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Stefánsdóttir
Jón Erlendsson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá málið  Ferliþjónusta - reglur og var það samþykkt samhljóða.
 
Einnig bar forseti upp tillögu um að 9. lið í útsendri dagskrá Stefnumótun ÍRA verði frestað og tekinn af dagskrá og var það samþykkt samhljóða.


1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010
2010010128
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. maí 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 296. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum, dags. 28. apríl 2010.
Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 2., 3., 6. og 7. lið.
Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
Bæjarstjórn staðfestir 2., 3., 6. og 7. lið fundargerð skipulagsstjóra dags. 28. apríl 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010
2010010128
13. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. maí 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 297. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum, dags. 5. maí 2010.
Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 1., 2., 6., 7., 9. og 10. lið.
Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
Bæjarstjórn staðfestir 1., 2., 6., 7., 9. og 10. lið fundargerð skipulagsstjóra dags. 5. maí 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting á aðalskipulagi - götutengingar
2010020055
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. maí 2010:
Tillagan var auglýst, í samræmi við 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga, þann 17. febrúar 2010 í N4 og í Dagskránni.
Tillagan var auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingu fyrir Brálund, frá 17. mars til 28. apríl 2010. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaðinu og í Dagskránni. Fimm athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað.
Umsagnir sem bárust voru frá sveitarstjórn Hörgárbyggðar, dags. 23. mars 2010, sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar, dags. 14. apríl 2010 og frá Vegagerðinni, dags. 28. apríl 2010.
Sjá svör við athugasemdum í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. maí 2010.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í viðhengi og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 8 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Kristínar Sigfúsdóttur og Odds Helga Halldórssonar.
Jóhannes G. Bjarnason sat hjá við afgreiðslu.


4.          Breiðholt - hesthúsahverfi - endurskoðað deiliskipulag
2010020093
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. maí 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi hesthúsahverfis í Breiðholti, unna af Árna Ólafssyni dags. 19. apríl 2010. Hönnuður mætti á fundinn og skýrði út breytingarnar sem lagðar eru til.
Skipulagsnefnd felur hönnuði að bæta inn í kaflann um fráveitumál að hverfið verði tengt fráveitukerfi bæjarins í framtíðinni og þannig breytt leggur nefndin til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.
       
Oddur Helgi Halldórsson lagði fram eftirfarandi bókun:
   Það er mín skoðun að hesthúsahverfið eigi að tengjast fráveitukerfi bæjarins sem allra fyrst.  Því hefði ég kosið að ákveðin tímamörk væru á því bráðabirgðaúrræði sem lagt er til í grein 3.4.1 í fyrirliggjandi skipulagstillögu.


5.          Gleráreyrar 1 - breyting á deiliskipulagi
2010040080
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. maí 2010:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Gleráreyra, þar sem gert er ráð fyrir bensínstöð á lóðinni nr. 1 við Gleráreyrar, var grenndarkynnt þann 28. apríl 2010.
Þar sem allir er grenndarkynninguna fengu hafa með undirskrift samþykkt breytinguna fyrir sitt leyti telst grenndarkynningu lokið.
Athugasemd barst frá Norðurorku, dags 4. maí 2010. Norðurorka gerir fyrirvara um að framkvæmdaaðili kynni sér lagnir fyrirtækisins og hafi fullt samráð við Norðurorku þurfi að hreyfa við lögnum þeirra. Framkvæmdaaðili skal bera allan kostnað af því.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 atkvæðum gegn atkvæði Elínar M. Hallgrímsdóttur.
Jóhannes G. Bjarnason sat hjá við afgreiðslu.


6.          Sveitarstjórnarkosningar 29. maí 2010 - kjörskrá
2010030124
Lagt er til að bæjarlögmanni verði veitt heimild til að afgreiða athugasemdir við kjörskrá sem berast kunna og leiðrétta kjörskrá.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Fjallskilasamþykkt - endurskoðun
2009040058
Á fundi stjórnar Eyþings þann 30. apríl sl. var framkvæmdastjóra falið að senda tillögu að nýrri fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð til sveitarfélaganna í Eyjafirði til kynningar og umræðu. Samþykktin mun verða tekin til endalegrar afgreiðslu af hálfu sveitarfélaganna á aðalfundi Eyþings í haust og í framhaldi send sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða fjallskilasamþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Staðardagskrá 21 - endurskoðun
2007120047
1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 6. maí 2010:
2. liður í fundargerð umhverfisnefndar dags. 29. apríl 2010:
Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fóru yfir vinnu sem unnin hefur verið við endurskoðun Staðardagskrár 21.
Umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki endurskoðaða verkáætlun fyrir Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri. Grunnur er sú Staðardagskrá sem samþykkt var fyrir Akureyri árið 2006 og sérstök dagskrá sem unnin hafði verið í Hrísey. Nefndin leggur til að á næsta kjörtímabili verði unnin ný Staðardagskrá með þátttöku sem flestra bæjarbúa og víðtæku samráði innan bæjarkerfisins. Vinnan taki einnig til Grímseyjar, þar sem ekki liggur fyrir sérstök Staðardagskrá.
Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir stöðuna.
Bæjarráð þakkar Sigríði og Jóni Birgi kynninguna.
Bæjarráð vísar tillögu um endurskoðaða verkáætlun fyrir Staðardagskrá 21 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða endurskoðaða verkáætlun fyrir Staðardagskrá 21 með 11 samhljóða atkvæðum.


9.          Ferliþjónusta - reglur
2005110069
4. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 17. maí 2010:
Farið var yfir drög að breytingum á reglum um ferliþjónustu. Athugasemdir bárust frá Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra á Akureyri og nágrenni, Þroskahjálp á Norðurlandi eystra, Félagi eldri borgara á Akureyri, félagsmálaráði og skólanefnd.
Framkvæmdaráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um ferliþjónustu með 11 samhljóða atkvæðum.


10.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2010 - umhverfisnefnd
2010010138
Starfsáætlun umhverfisnefndar.
Hjalti Jón Sveinsson bæjarfulltrúi og formaður umhverfisnefndar flutti skýrslu formanns.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.


Þar sem þetta var síðasti fundur bæjarstjórnar á kjörtímabilinu, þakkaði forseti bæjarfulltrúum og starfsmönnum gott samstarf á kjörtímabilinu og óskaði sérstaklega þeim bæjarfulltrúum, sem nú hverfa á brott úr bæjarstjórn velfarnaðar í framtíðinni.

Bæjarfulltrúarnir Jóhannes G. Bjarnason, Sigrún Stefánsdóttir, Kristín Sigfúsdóttir, Elín M. Hallgrímsdóttir, Hjalti Jón Sveinsson, Hermann Jón Tómasson og Helena Þ. Karlsdóttir kvöddu sér hljóðs og þökkuðu forseta, bæjarfulltrúum og starfsmönnum samstarfið á kjörtímabilinu og óskuðu þeim allra heilla.


Fundi slitið.