Bæjarstjórn

3285. fundur 04. maí 2010
Bæjarstjórn - Fundargerð
3285. fundur
4. maí 2010   kl. 16:00 - 18:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari




1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010
2010010128
17. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. apríl 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 294. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum dags. 14. apríl 2010.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 14. apríl 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010
2010010128
16. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. apríl 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 295. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum dags. 21. apríl 2010.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 21. apríl 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Naustahverfi - 2. áfangi - breyting á deiliskipulagi - Kjarnagata 50-68
2010040079
15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. apríl 2010:
Erindi dags. 1. febrúar 2010 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Hyrnu ehf, kt. 710594-2019, leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 50-68 við Kjarnagötu í samræmi við bókun nefndarinnar 10. mars 2010.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Sveitarstjórnarkosningar 29. maí 2010 - undirkjörstjórnir
2010030124
Lagður fram listi með nöfnum þrjátíu og sex aðalmanna og þrjátíu og sex varamanna í undirkjörstjórnir við sveitarstjórnarkosningarnar þann 29. maí nk.
Bæjarstjórn samþykkir þær tilnefningar sem fram koma á listanum með 11 samhljóða atkvæðum.



5.          Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2009 - síðari umræða
2009100098
10. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 29. apríl 2010:
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2009 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2009 var borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Ársreikningurinn var síðan undirritaður.


6.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2010 - félagsmálaráð
2010010138
Starfsáætlun félagsmálaráðs.
Sigrún Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og formaður félagsmálaráðs flutti skýrslu formanns.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.



Fundi slitið.