Bæjarstjórn

3284. fundur 27. apríl 2010
Bæjarstjórn - Fundargerð
3284. fundur
27. apríl 2010   kl. 16:00 - 20:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Stefánsdóttir
Jón Erlendsson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Í upphafi fundar bar forseti upp þá tillögu að 5. liður á dagskrá - Íbúalýðræði - yrði tekinn af dagskrá og var það samþykkt samhljóða.

1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010
2010010128
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. apríl 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 293. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum dags. 7. apríl 2010.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 7. apríl 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum
2009030082
7. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. apríl 2010:
Karólína Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynntu ný drög að aðgerðaáætlun þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda nefnda.
Félagsmálaráð þakkar öllum sem komu að gerð aðgerðaáætlunarinnar fyrir góða vinnu og samþykkir aðgerðaáætlunina og sendir bæjarstjórn til umfjöllunar.
Fram kom tillaga um að í 3. mgr. í inngangi áætlunarinnar í 2. línu málsgreinarinnar verði bætt inn orðinu "umgengnistálmanir" og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum með áorðinni breytingu með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa
2009090017
1. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 14. apríl 2010:
Stjórnsýslunefnd óskaði á fundi sínum 27. janúar sl. eftir að fastanefndir tækju fyrirliggjandi drög að siðareglum til umræðu. Athugasemdir við drögin hafa borist frá skipulagsnefnd og samfélags- og mannréttindaráði.
Stjórnsýslunefnd samþykkir drögin með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Almennar umræður urðu um drögin.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa drögum að siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Akureyrarbæ til umræðu og afgreiðslu hjá nýrri bæjarstjórn.


4.          Hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar - endurskoðun samþykktar
2009100097
2. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 14. apríl 2010:
Teknar voru fyrir að nýju tillögur um breytingar á samþykkt um hverfisráð en afgreiðslu þeirra var frestað 27. janúar sl. Tillögurnar hafa verið kynntar fyrir hverfisráðinu í Hrísey og samstarfsnefndinni í Grímsey. Megin breytingin á reglunum felst í því að gert er ráð fyrir hverfisráðum bæði í Hrísey og Grímsey, fulltrúum í hverfisráðum verður fækkað úr 5 í 3 jafnframt því sem ráðunum verður skylt að funda 6 sinnum á ári í stað 12 sinnum áður.
Stjórnsýslunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða samþykkt fyrir hverfisráðin í Hrísey og Grímsey með 8 samhljóða atkvæðum.
Jóhannes G. Bjarnason, Jón Erlendsson og Oddur Helgi Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.
       
Helena Þ. Karlsdóttir óskar bókað:
   "Ég er þeirrar skoðunar að í hverfisráði Hríseyjar eigi að sitja fimm fulltrúar.  Ég tel að með fækkun fulltrúa í þrjá sé hætta á að vinna ráðsins verði ekki eins málefnaleg og hún hefur verið til þessa og meiri hætta er á að það geti orðið hagsmunaráð ákveðinna einstaklinga sem taki sig saman og bjóði sig fram.
Því færri sem eru í ráðinu er hætta á að umræðan verði síður gegnsæ og lýðræðisleg og færri sjónarmið komast að."

5.          Ungmennaráð
2007080057
2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 14. apríl 2010:
Lögð fram tillaga að samþykkt fyrir ungmennaráð á Akureyri. Til fundarins komu fulltrúar úr undirbúningshópi ungmenna þau Marta Þórðardóttir, Valgeir Andri Ríkharðsson, Áki Sebastian Frostason og Stefán Ernir Valmundarson.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til bæjarstjórnar.
Fram kom tillaga um að vísa  samþykktinni til frekari vinnslu í samfélags- og mannréttindaráði og var hún felld með 7 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Hjalta Jóns Sveinssonar, Jóhannesar G. Bjarnasonar og Odds Helga Halldórssonar.
Kristín Sigfúsdóttir sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða samþykkt fyrir ungmennaráð á Akureyri í heild sinni með 9 samhljóða atkvæðum, en beinir því til samfélags- og mannréttindaráðs og ungmennaráðs að hefja þegar endurskoðun samþykktarinnar með tilliti til umræðna á fundinum.
Jóhannes G. Bjarnason og Oddur Helgi Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.


6.          Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2009 - fyrri umræða
2009100098
1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 21. apríl 2010:
Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2009.
Endurskoðendur frá KPMG þeir Arnar Árnason og Þorsteinn Þorsteinsson mættu á fundinn, skýrðu ársreikninginn og svöruðu fyrirspurnum.
Bæjarráð þakkar þeim Arnari og Þorsteini fyrir ítarlega yfirferð og þakkar þeim sérstaklega fyrir vel unnin störf fyrir Akureyrarbæ í gegnum árin, en þeir láta nú af störfum sem endurskoðendur  bæjarins.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2009 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og seinni umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2010 - stjórn Akureyrarstofu
2010010138
Starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu.
Elín Margrét Hallgrímsdóttir bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu gerði grein fyrir starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.
       
Kristín Sigfúsdóttir og Jón Erlendsson óska bókað:
   "Vegna  álags á ferðaþjónustuaðila, sérstaklega varðandi flugsamgöngur þegar Akureyri varð miðstöð millilandaflugs og innanlandsflug lá niðri, beinum við þeim tilmælum til bæjarstjóra að hann beiti sér fyrir því að tekin verði saman skýrsla um hvernig til tókst þegar Akureyri brást við slíku kalli. Skýrslan verði til leiðbeiningar svo enn betur megi gera næst þegar/ef slíkar aðstæður koma upp síðar."


8.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2010 - stjórnsýslunefnd
2010010138
Starfsáætlun stjórnsýslunefndar.
Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri og formaður stjórnsýslunefndar gerði grein fyrir stöðu stjórnsýslumála á vegum stjórnsýslunefndar Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.
       
Jón Erlendsson og Kristín Sigfúsdóttir óska bókað:
   "Þeim eindregnu tilmælum  er beint til næsta meirihluta í bæjarstjórn að hann gangi vel frá samningum um biðlaunarétt við bæjarstjóra. Þar skal tekið fram að bæjarstjóri eigi ekki rétt á biðlaunum kjósi hann að fara í aðra vinnu á kjörtímabilinu. Þetta á sérstaklega við þegar bæjarstjóri situr áfram sem bæjarfulltrúi og jafnvel sem forseti bæjarstjórnar. Almennar biðlaunareglur gilda ef um vanheilsu og brottvikningu er að ræða eða fái bæjarstóri ekki endurráðningu að kosningum loknum."
Fundi slitið.