Bæjarstjórn

3283. fundur 13. apríl 2010
Bæjarstjórn - Fundargerð
3283. fundur
13. apríl 2010   kl. 16:00 - 19:14
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010
2010010128
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 31. mars 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 290. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum, dags. 10. mars 2010.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 10. mars 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010
2010010128
8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 31. mars 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 291. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum, dags. 18. mars 2010.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 18. mars 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010
2010010128
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 31. mars 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 292. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum, dags. 24. mars 2010.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 24. mars 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Glerá - frá stíflu til sjávar
2010030122
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 6. apríl 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi Glerár frá stíflu til sjávar, unna af teiknistofunni X2 hönnun-skipulag ehf.
Borist hefur umsögn umhverfisnefndar þar sem hún fagnar deiliskipulagstillögunni. Nefndin fól forstöðumanni umhverfismála, Jóni Birgi Gunnlaugssyni, að ræða við tillöguhöfunda um nánari útfærslu á stígakerfinu í samræmi við þær umræður sem fram fóru á fundinum. Það hefur verið gert og uppdráttur lagfærður.
Skipulagsnefnd  leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Aðalstræti 80 - breyting á deiliskipulagi
2010030001
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 6. apríl 2010:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Aðalstræti 80 var send í grenndarkynningu þann 1. mars 2010 og lauk henni 29. mars 2010. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Gatnagerðargjöld - endurskoðun 2010
2010030125
7. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 25. mars 2010:
Lögð fram tillaga um breytingu á gatnagerðargjöldum.
Bæjarráð samþykkir að 5.1 gr. c. liður gjaldskrár verði eftirfarandi:
Vegna stækkunar íbúðarhúss sem er a.m.k. 15 ára skal greiða 40% af venjulegu gatnagerðargjaldi skv. 1.? 5. tl. greinar 4.3 enda nemi stækkunin ekki meira en 30 fermetrum á hverja íbúð á hverju 10 ára tímabili. Tilheyri stækkunin sameign fjöleignarhúss skal meta hana eins og ef um stækkun vegna einnar íbúðar væri að ræða. Ef stækkunin er meiri en 30 fermetrar skal greiða fullt gatnagerðargjald af því sem umfram er.
Við 6. grein bætist eftirfarandi málsgrein:
Frá og með 1. apríl 2010 verða fjárhæðir gjalda fastar og breytast ekki m.v. vísitölu byggingarkostnaðar.
Bæjarráð vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalda skv. framlögðum gögnum með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Bifreiðastæðasjóður - gjaldskrárbreyting
2010030126
8. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 25. mars 2010:
Lögð fram tillaga að breyttri gjaldskrá.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir gjaldskrárbreytinguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Oddur Helgi Halldórsson er mótfallinn afgreiðslunni.
Oddur Helgi óskar bókað:
Ég er mótfallinn hækkun á aukastöðugjöld/aukastöðubrot, en styð að gjald fyrir stöðubrot þegar lagt er í stæði fatlaðra hækki.
Hjalti Jón Sveinsson lagði fram tillögu um að hækka gjald vegna stöðubrota þegar lagt er í stæði fyrir fatlaða í kr. 5.000.
Tillaga Hjalta Jóns var borin upp og samþykkt með 10 atkvæðum gegn atkvæði Jóhannesar G. Bjarnasonar.
Bæjarstjórn samþykkir aðra breytingu á gjaldskrá Bifreiðastæðasjóðs skv. framlögðum gögnum með 10 atkvæðum gegn atkvæði Odds Helga Halldórssonar.
8.          Fjölmenningarstefna fyrir Akureyrarbæ
2008100087
2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 24. mars 2010:
Lögð fram tillaga að fjölmenningarstefnu fyrir Akureyrarbæ.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að fjölmenningarstefnu fyrir Akureyrarbæ með 11 samhljóða atkvæðum.


9.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2010 - samfélags- og mannréttindaráð
2010010138
Starfsáætlun samfélags- og mannréttindaráðs.
Í samræmi við 21. grein í Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar og samþykkt bæjarstjórnar frá 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Þorlákur Axel Jónsson formaður samfélags- og mannréttindaráðs og gerði grein fyrir starfsáætlun ráðsins.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.Fundi slitið.