Bæjarstjórn

3282. fundur 16. mars 2010
Bæjarstjórn - Fundargerð
3282. fundur
16. mars 2010   kl. 16:00 - 18:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010
2010010128
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. mars 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 288. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum, dags. 24. febrúar 2010.
1. liður fundargerðarinnar hefur þegar verið samþykktur í bæjarstjórn.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að 2.- 7. liður í fundargerðinni verði staðfestir.
Bæjarstjórn staðfestir 2.- 7. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 24. febrúar 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010
2010010128
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. mars 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 289. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum dags. 3. mars 2010.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 3. mars 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Kirkjugarðar Akureyrar - deiliskipulag
2008090072
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. mars 2010:
Tillagan var auglýst frá 4. nóvember til 16. desember 2009 í Dagskránni. Engar athugasemdir bárust.
Umsagnir bárust frá:
Norðurorku hf, dags. 23. október 2009, ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagið en bent á að um garðinn liggur háspennustrengur þ.e. heimtaug fyrir garðinn. Kort með lögnum Norðurorku hf  fylgdi umsögninni.
Umhverfisnefnd, dags. 2. desember 2009, ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.
Fornleifavernd ríkisins, dags. 7. desember 2009, ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.
Kirkjugarðaráð, dags. 21. desember 2009, lýst er yfir ánægju með deiliskipulagið og engar athugasemdir gerðar.
Skipulagsstjóra falið að innfæra lagnaleiðir Norðurorku hf á deiliskipulagsuppdrátt.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði þannig breytt samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Krossanes - hafnarsvæði - breyting á deiliskipulagi
2009100108
8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. mars 2010:
Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu og Dagskránni þann 25. nóvember 2009 og var athugasemdarfrestur til 6. janúar 2010.
Engar athugasemdir bárust. Óskað var eftir umsögnum um breytinguna og bárust svör frá:  Siglingastofnun, dags. 24. nóvember 2009, Fornleifavernd ríkisins, dags. 7. desember 2009. Engar athugasemdir eru gerðar. Einnig frá UST, dags 7. janúar 2010. Gerðar eru eftirfarandi athugasemdir:
a)  Hafnir sem skip stærri en 1.350 tonn geta siglt um þar eru framkvæmdir ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum.
b)  Ekki kemur fram breidd framkvæmdarinnar eða heildarstækkun í fermetrum.
Svör við athugasemdum UST:  a)  Fram kemur í greinargerð deiliskipulagsins að breytingin hefur hvorki áhrif á náttúrulegt umhverfi né menningarminjar. Um er að ræða viðlegukant, viðbót við þegar byggt mannvirki, þar sem ekki er gert ráð fyrir umfangsmikilli hafnarstarfsemi og er ekki gert ráð fyrir umtalsverðri aukningu á umferð eða umsvifum á skipulagssvæðinu.
Skipulagsnefnd áréttar að áður en framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni verður veitt þarf að liggja fyrir mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.
b)  Syðri hafnarkantur er lengdur til suðurs um 120 m x 15 m og er því stærð landfyllingar 1800 m². Þar sem gerðar hafa verið minniháttar leiðréttingar á afmörkun landnotkunarreitsins í samræmi við núverandi aðstæður stækkaði flatarmál heildarsvæðisins meira en núverandi breyting gerir ráð fyrir. Flatarmál landfyllingar verður því 3,7 ha í stað 3,2 ha eða u.þ.b. 5000 m² stækkun. Flatarmál hafnarsvæðis verður því 14,5 ha í stað 14,0 ha eða u.þ.b. 5000 m² stækkun.
Upplýsingar um breidd fyllingar hafa verið færðar inn á uppdrátt.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt þannig breytt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa
2010030022
3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 8. mars 2010:
Hulda Steingrímsdóttir ráðgjafi í atvinnu með stuðningi hjá fjölskyldudeild mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti endurskoðaðar reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa skv. 27. grein laga um málefni fatlaðra nr. 52/1992. Reglurnar hafa verið teknar til gagngerrar endurskoðunar og færðar til samræmis við aðrar reglur sem fjölskyldudeild starfar eftir. Breytingin felst m.a. í að sameina reglur og verklag og skýra mat á þörf og skilyrðum fyrir greiðslu styrkja. Einnig eru sett inn skýrari viðmið um málsmeðferð.
Félagsmálaráð samþykkir endurskoðaðar reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa skv. 27. grein laga um málefni fatlaðra og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar endurskoðaðar reglur með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Innkaupareglur Akureyrarbæjar - endurskoðun
2008020074
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 4. mars 2010:
Bæjarlögmaður, Inga Þöll Þórgnýsdóttir og hagsýslustjóri, Jón Bragi Gunnarsson, leggja til að 22. gr. í núgildandi innkaupareglum falli niður, en þess í stað komi ákvæði til bráðabirgða meðan rekstarumhverfi fyrirtækja er örðugt.
Bæjarráð samþykkir breytingu  á 22. gr. til bráðabirgða og vísar reglunum til  afgreiðslu bæjarstjórnar.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.
Fram kom tillaga um breytingu á texta í 7. lið 22. greinar undir setningunni ?Óheimilt er að semja við fyrirtæki ef eftirfarandi á við:? og orðist 7. liður svo:
?Fyrirtæki hefur gefið rangar eða villandi upplýsingar um fjárhagslega og tæknilega getu sína eða hefur ekki lagt slíkar upplýsingar fram.?
Tillagan var borin upp og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkti síðan framlagða breytingu á 22. grein innkaupareglna í heild sinni, ásamt ofangreindri breytingartillögu, til bráðabirgða með 10 samhljóða atkvæðum gegn atkvæði Odds Helga Halldórssonar.


7.          Hús skáldanna - Davíðshús og Sigurhæðir - gjaldskrá 2010
2010020086
9. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 11. mars 2010:
3. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 3. mars 2010:
Lögð fram tillaga frá forstöðumanni Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili um breytingar á gjaldskránni frá því sem ákveðið var í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2010.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillöguna þó með þeirri breytingu að gjöld fyrir misserisnot í Sigurhæðum verði kr. 15.000.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu stjórnar Akureyrarstofu með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2010 - íþróttaráð
2010010138
Starfsáætlun íþróttaráðs.
Ólafur Jónsson bæjarfulltrúi og formaður íþróttaráðs gerði grein fyrir starfsáætlun íþróttaráðs.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.


Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 4. og 11. mars 2010  
Stjórnsýslunefnd 3. mars 2010
Skipulagsnefnd 10. mars 2010  
Stjórn Akureyrarstofu 3. mars 2010
Skólanefnd 24. febrúar og 1. mars 2010
Íþróttaráð 4. mars 2010
Félagsmálaráð 8. mars 2010  
Samfélags- og mannréttindaráð 10. mars 2010

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar ? www.akureyri.is ? Stjórnkerfið ? Fundargerðir


Fundi slitið.