Bæjarstjórn

3281. fundur 02. mars 2010
Bæjarstjórn - Fundargerð
3281. fundur
2. mars 2010   kl. 16:00 - 19:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Stefánsdóttir
Dýrleif Skjóldal
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010
2010010128
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. febrúar 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 286. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda dags. 10. febrúar 2010. Fundargerðin er í 3 liðum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 10. febrúar 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010
2010010128
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. febrúar 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 287. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda dags. 17. febrúar 2010. Fundargerðin er í 3 liðum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 17. febrúar 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010
2010010128
Skipulagsstjóri óskar staðfestingar bæjarstjórnar á 1. lið í fundargerð 288. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda  dags. 24. febrúar 2010.
Bæjarstjórn staðfestir 1. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 24. febrúar 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Katta- og hundahald á Akureyri
2010020078
Rætt um tillögu framkvæmdaráðs sem fram kemur í fundargerð ráðsins dags. 19. febrúar sl. um að samfara sveitarstjórnarkosningunum í vor verði kosið um bann við katta- og hundahaldi í Grímsey og Hrísey.
Fyrir fundinn barst ályktun hverfisráðs Hríseyjar þar sem fram kemur að Hríseyingar telja ekki ástæðu til að kjósa um málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 samhljóða atkvæðum að kosið verði um bann við katta- og hundahaldi í Grímsey þann 29. maí nk.
Dýrleif Skjóldal, Hjalti Jón Sveinsson og Oddur Helgi Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.


5.          Endurskoðunarútboð 2009
2009110133
9. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 25. febrúar 2010:
Hagsýslustjóri, Jón Bragi Gunnarsson, gerði grein fyrir niðurstöðu útboðs á endurskoðun á reikningum bæjarins fyrir árin 2010-2014.
Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Deloitte hf á grundvelli tilboðsins.
Bæjarráð samþykkir tilboðið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að ganga til samninga við Deloitte hf á grundvelli tilboðsins.


6.          Þriggja ára áætlun 2011-2013 - seinni umræða
2010010114
8. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 25. febrúar 2010:
Bæjarráð samþykkir áætlunina og vísar henni til seinni umræðu í bæjarstjórn.
Áætlunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Kristín Sigfúsdóttir og Oddur Helgi Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.


7.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2010 - skipulagsnefnd
2010010138
Starfsáætlun skipulagsnefndar.
Í samræmi við 21. grein í Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar og samþykkt bæjarstjórnar frá 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Jón Ingi Cæsarsson formaður skipulagsnefndar og gerði grein fyrir starfsáætlun skipulagsnefndar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.Fundi slitið.