Bæjarstjórn

3280. fundur 16. febrúar 2010
Bæjarstjórn - Fundargerð
3280. fundur
16. febrúar 2010   kl. 16:00 - 18:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010
2010010128
16. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. febrúar 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 284. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda dags. 27. janúar 2010. Fundargerðin er í 10 liðum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 27. janúar 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010
2010010128
17. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. febrúar 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 285. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda dags. 3. febrúar 2010. Fundargerðin er í 6 liðum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 3. febrúar 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting götutenginga
2010020055
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. febrúar 2010:
Í ljósi úrskurðar ÚSB um deiliskipulag Lundarhverfis - reits 2.51.7. lagði skipulagsstjóri fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar þar sem sýndar eru tengingar hverfa við safngötur og tengibrautir. Tillagan er unnin af  Árna Ólafssyni arkitekt dags. 5. febrúar  2010 sem kynnti tillöguna.
Samhliða tillögunni er auglýst breyting á deiliskipulagi Lundarhverfis - reits 2.51.7. þar sem sýnd er tenging Brálundar við Miðhúsabraut.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Lundarhverfi - reitur 2.51.7 - breyting á deiliskipulagi Brálundar
2010020057
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. febrúar 2010:
Í ljósi úrskurðar ÚSB um deiliskipulag Lundarhverfis - reits 2.51.7 lagði skipulagsstjóri fram tillögu að breytingu á deiliskipulaginu þar sem sýnd er tenging Brálundar við Miðhúsabraut. Tillagan er unnin af Gísla Jóni Kristinssyni arkitekt dags. 8. febrúar 2010.
Samhliða tillögunni er auglýst breyting á aðalskipulagi þar sem sýndar eru tengingar hverfa við safngötur og tengibrautir.
Skipulagsnefnd  leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Þjóðaratkvæðagreiðsla 2010 - undirkjörstjórnir
2010010238
Lagður fram listi með nöfnum þrjátíu og sex aðalmanna og þrjátíu og sex varamanna í undirkjörstjórnir við þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars nk.
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa á lýsti forseti þetta fólk réttkjörið sem aðal- og varamenn í undirkjörstjórnir.


6.          Félagsleg liðveisla - reglur 2010
2010020013
6. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 4. febrúar 2010:
Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti drög að nýjum reglum um félagslega liðveislu.  Reglurnar eru mun ítarlegri en fyrri reglur og hafa verklagsreglur nú verið fléttaðar inn í reglurnar í þeim tilgangi að verklag og forgangsröðun verði aðgengilegri og skýrari fyrir umsækjendur.
Félagsmálaráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um félagslega liðveislu með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2010 - framkvæmdaráð og stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar
2010010138
Starfsáætlun framkvæmdaráðs og stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Helena Þuríður Karlsdóttir bæjarfulltrúi og formaður framkvæmdaráðs/stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar gerði grein fyrir starfsáætlun framkvæmdaráðs/stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

8.          Þriggja ára áætlun 2011-2013 - fyrri umræða
2010010114
5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 11. febrúar 2010:
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2011-2013.
Bæjarráð vísar þriggja ára áætlun 2011-2013 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fram kom tillaga um að vísa þriggja ára áætlun Akureyrarkaupstaðar 2011-2013 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Fundi slitið.