Bæjarstjórn

3278. fundur 19. janúar 2010
Bæjarstjórn - Fundargerð
3278. fundur
19. janúar 2010   kl. 16:00 - 17:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Í upphafi fundar óskaði forseti bæjarstjórnar bæjarfulltrúum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegs árs og farsældar.

Forseti bar fram tillögu þess efnis að 12. lið á dagskrá - Forvarnastefna - verði frestað og tekinn af dagskránni og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


1.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088
Forseti las upp eftirfarandi bréf frá Þórarni B. Jónssyni bæjarfulltrúa:
Ágæta bæjarstjórn, gleðilegt ár.
Árið 1994 var ég kosinn bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér á Akureyri og tók sæti í bæjarstjórn, ég var 12 ár samfellt bæjarfulltrúi til ársins 2006, en á yfirstandandi kjörtímabili hef ég verið 1. varamaður í bæjarstjórnarliði  Sjálfstæðisflokksins.  Á þessu tímabili  sat ég í ráðum og nefndum fyrir bæjarstjórnina, mörg þessi störf voru krefjandi en á sama tíma mjög gefandi, ég tel mig hafa sinnt þessum störfum öllum að trúmennsku.
Nú 1. janúar 2010 varð ég aftur bæjarfulltrúi er vinur minn Kristján Þór Júlíusson fékk lausn frá störfum bæjarfulltrúa.  Mál hafa hins vegar skipast svo hjá mér að ég dvel erlendis hluta úr árinu og verð ekki heima frá miðjum janúar til vors. Hef ég því ákveðið að óska eftir lausn frá störfum í bæjarstjórn Akureyrar.  Ennfremur mun ég ekki gefa kost á mér til framboðs vegna bæjarstjórnarkosninga í maí nk.
Ég vil að lokum óska öllum bæjarfulltrúum svo og starfsmönnum Akureyrarbæjar velgengni í störfum sínum, hafið heila þökk fyrir samstarfið.
Þórarinn B. Jónsson (sign)

Lagðar fram tillögur um breytingar á skipan fulltrúa D-lista Sjálfstæðisflokks svohljóðandi:

Bæjarstjórn:
Ólafur Jónsson, kt. 140257-0019, verður aðalfulltrúi í bæjarstjórn í stað Kristjáns Þórs Júlíussonar, kt. 150757-2669.

Bæjarráð:
Ólafur Jónsson, kt. 140257-0019, verður varamaður í bæjarráði í stað Kristjáns Þórs Júlíussonar, kt. 150757-2669.

Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðni Þórarins og breytingartillögurnar með 9 samhljóða atkvæðum.
Kristín Sigfúsdóttir og Oddur Helgi Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.
Þórarni B. Jónssyni eru færðar bestu þakkir fyrir störf hans í bæjarstjórn Akureyrar.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. janúar 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 278. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda, dags. 9. desember 2009. Fundargerðin er í 6 liðum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 9. desember 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. janúar 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 279. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda, dags. 16. desember 2009. Fundargerðin er í 4 liðum. Liður 1 hefur þegar verið samþykktur í bæjarstjórn.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að liðir 2 - 4 í fundargerðinni verði staðfestir.
Bæjarstjórn staðfestir 2.- 4. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 16. desember 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
13. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. janúar 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 280. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda, dags. 23. desember 2009. Fundargerðin er í 4 liðum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 23. desember 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010
2010010128
14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. janúar 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 281. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda, dags. 6. janúar 2010. Fundargerðin er í 4 liðum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 6. janúar 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting á afmörkun kirkjugarðs
2009100059
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. janúar 2010:
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 sem felst í stækkun á svæði Kirkjugarða Akureyrar við Höfðagötu til suðurs og norðurs var auglýst frá 4. nóvember til 16. desember 2009 í Dagskránni. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Krossaneshöfn - breyting á afmörkun hafnarsvæðis
2009100107
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. janúar 2010:
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 sem felst í lengingu á núverandi stálþilsbryggju í Krossanesi til suðvesturs um 120 metra var auglýst í Fréttablaðinu og Dagskránni þann 25. nóvember 2009 og var athugasemdafrestur til 6. janúar 2010. Engar athugasemdir bárust.
Óskað var eftir umsögn Umhverfisstofnunar sem barst þann 7. janúar 2010. Gerðar eru eftirfarandi athugasemdir:
a)  Hafnir þar sem skip stærri en 1.350 tonn geta siglt um eru framkvæmdir ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum.
b)  Ekki kemur fram breidd framkvæmdarinnar eða heildarstækkun í fermetrum.
Svör við athugasemdum:
a)  Fram kemur í greinargerð aðalskipulagsins að breytingin hefur hvorki áhrif á náttúrulegt umhverfi né menningarminjar. Um er að ræða viðlegukant, viðbót við þegar byggt mannvirki, þar sem ekki er gert ráð fyrir umfangsmikilli hafnarstarfsemi og er ekki gert ráð fyrir umtalsverðri aukningu á umferð eða umsvifum á skipulagssvæðinu.
Skipulagsnefnd áréttar að áður en framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni verður veitt þarf að liggja fyrir mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.
b)  Syðri hafnarkantur er lengdur til suðurs um 120m x 15m og er því stærð landfyllingar 1800 m². Þar sem gerðar hafa verið minniháttar leiðréttingar á afmörkun landnotkunarreitsins í samræmi við núverandi aðstæður stækkaði flatarmál heildarsvæðisins meira en núverandi breyting gerir ráð fyrir. Flatarmál landfyllingar verður því 3,7 ha í stað 3,2 ha eða u.þ.b. 5000 m² stækkun. Flatarmál hafnarsvæðis verður því 14,5 ha í stað 14,0 ha eða u.þ.b. 5000 m² stækkun.
Upplýsingar um breidd fyllingar hafa verið færðar inn á uppdrátt.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt þannig breytt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Fram kom tillaga frá Baldvini H. Sigurðssyni og Kristínu Sigfúsdóttur svohljóðandi:
   "Bæjarfulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs gera það að tillögu sinni að umhverfisnefnd Akureyrarkaupstaðar  verði falið að beita sér fyrir friðlýsingu Sílabáss og Jötunheimavíkur. Þetta svæði er milli hreinsistöðvar í Sandgerðisbót og viðlegukantanna í Krossanesi. Svæðið er  á skipulagi merkt  sem óbyggt svæði. Svæðið þarf að friðlýsa svo náttúrulegar formmyndanir þess njóti sín fyrir þá sem koma af hafi og þeirra sem ganga um svæðið. Mikilvægt er að hafa óskerta fjöru og klettótta strönd friðaða í bæjarlandinu. Vegna stækkunar hafnarsvæðisins í Krossanesi er tímabært að hugsa fyrir því að friða það sem eftir er af strandlengjunni."

Fram kom tillaga um að vísa tillögunni til umhverfisnefndar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Hafnarsvæði sunnan Glerár - breyting á deiliskipulagi
2009120006
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. janúar 2010:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir breytingum á byggingarreitum lóða við Norðurtanga var send í grenndarkynningu þann 15. desember 2009 sem lauk þann 12. janúar 2010.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


9.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2010 - áætlun
2010010138
Lögð fram tillaga að umræðu um starfsáætlanir fastanefnda 2010 svohljóðandi:
2. febrúar - starfsáætlun skólanefndar og 3ja ára áætlun 2011-2013 ? fyrri umræða
16. febrúar - starfsáætlun framkvæmdaráðs/stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og 3ja ára áætlun 2011-2013 ? seinni umræða
2. mars - starfsáætlun skipulagsnefndar  
16. mars - starfsáætlun íþróttaráðs
13. apríl - starfsáætlun samfélags- og mannréttindaráðs
27. apríl - starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu og starfsáætlun stjórnsýslunefndar
4. maí - starfsáætlun félagsmálaráðs
18. maí - starfsáætlun umhverfisnefndar
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


10.          Reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra
2010010042
3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 11. janúar 2010:
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar kynnti drög að breytingum á reglum um stuðningsfjölskyldur fyrir fjölskyldur barna með fötlun.
Félagsmálaráð samþykkir reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fjölskyldur barna með fötlun og vísar þeim til bæjarráðs.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á reglunum með 11 samhljóða atkvæðum.


11.          Reglur félagsmálaráðs Akureyrar um fjárhagsaðstoð
2010010047
8. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 11. janúar 2010:
Lögð fram drög að breytingum á reglum félagsmálaráðs um fjárhagsaðstoð.
Félagsmálaráð samþykkir framlögð drög að reglum félagsmálaráðs um fjárhagsaðstoð og vísar þeim til bæjarráðs.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á reglunum með 11 samhljóða atkvæðum.


Fundi slitið.