Bæjarstjórn

3277. fundur 22. desember 2009
Bæjarstjórn - Fundargerð
3277. fundur
22. desember 2009   kl. 16:00 - 18:52
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá málið Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088
Forseti las upp eftirfarandi bréf frá Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarfulltrúa:

"Ágæta bæjarstjórn
Ég hef sinnt störfum fyrir sveitarfélög frá árinu 1986 og þar af verið bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Akureyrar frá því í júní 1998.  Á þeim tíma hef ég að auki setið í fjölmörgum ráðum og nefndum fyrir Akureyrarbæ.
Þessi störf hafa gefið mér fjölmörg tækifæri til þess að vinna að framgangi hagsmunamála Akureyringa og sveitarfélaga.  Ég hef í störfum mínum fyrir Akureyrarbæ lagt mig fram um að sinna þeim af trúmennsku og litið á það sem meginskyldu mína að leita þeirra leiða sem færar eru hverju sinni til að óskir og ábendingar bæjarbúa um eflingu bæjarfélagsins nái að verða að veruleika.
Vegna ófyrirséðra anna í störfum Alþingis á þessu ári og fyrirsjáanlegum miklum önnum strax í upphafi næsta árs hef ég nú ákveðið að óska eftir lausn frá störfum í bæjarstjórn Akureyrar frá og með næstkomandi áramótum.  Enn fremur hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna bæjarstjórnarkosninga á Akureyri í maí nk.
Ég óska Sjálfstæðisflokknum góðs gengis í næstu bæjarstjórnarkosningum.  Bæjarmálaflokkur sjálfstæðismanna hefur verið samfellt í forystu bæjarfélagins frá árinu 1998 og á þeim tíma haft forgöngu um gríðarmiklar breytingar og margvísleg framfaramál til eflingar búsetuskilyrða í höfuðborg hins bjarta norðurs. Á þessum árum hefur víða verið lyft Grettistaki í uppbyggingu íþrótta og tómstundamála, menningarmála, félagsþjónustu og ekki hvað síst á sviði grunn ? og leikskóla bæjarfélagsins.
Þessi ár hafa verið mér mikils virði og ég hef kynnst fjöldanum öllum af frábæru fólki, jafnt starfsmönnum Akureyrarbæjar sem öðrum íbúum og fólki víða um land og lönd.
Með bestu óskum um farsæld til handa ,, Höfuðborg hins bjarta norðurs.?
Kristján Þór Júlíusson ( sign )

Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn færir Kristjáni Þór bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Akureyrarbæjar.
Tilkynnt verður um nýjan aðalfulltrúa Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn á fyrsta fundi ársins 2010.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. desember 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til kynningar fundargerð 276. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum, dags. 25. nóvember 2009.
Liðir 1 - 8 hafa þegar verið samþykktir í bæjarstjórn.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að liðir 9 - 14 í fundargerðinni verði staðfestir.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 25. nóvember 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. desember 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 277. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum, dags. 2. desember 2009.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 2. desember 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
Skipulagsstjóri óskar staðfestingar bæjarstjórnar á 1. lið í fundargerð 279. afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 16. desember 2009.
Bæjarstjórn staðfestir 1. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 16. desember 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Suðurhluti Oddeyrar - breyting á deiliskipulagi Lundargötu 17
2009090119
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. desember 2009:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar vegna Lundargötu 17 var auglýst í staðarblaðinu N4 og Dagskránni frá 14. október með athugasemdarfresti til 25. nóvember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Í umsögn Fornleifaverndar dags. 16. október 2009 eru ekki gerðar neinar athugasemdir.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Reykjavíkurflugvöllur og samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni
2007110127
Bæjarfulltrúi Jóhannes Gunnar Bjarnason óskaði eftir umræðu um málefni Reykjavíkurflugvallar og samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni.
Lögð fram tillaga að bókun svohljóðandi:
   "Bæjarstjórn Akureyrar skorar á samgönguyfirvöld og Reykjavíkurborg að hraða eins og kostur er uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll.  Löngu er tímabært að endurnýja þá aðstöðu sem þar er nú til staðar.
Bæjarstjórn Akureyrar skorar jafnframt á borgarstjórn Reykjavíkur að endurskoða þau áform sín að leggja af Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri.  Nálægð flugvallarins við fyrirhugað hátæknisjúkrahús við Hringbraut tryggir sjúklingum með sjúkraflugi sjálfsagðan og öruggan aðgang að bráðalæknisþjónustu þar sem hver mínúta er dýrmæt.  Almennt farþegaflug af landsbyggðinni til Keflavíkur er útilokað vegna fjarlægðar til höfuðborgarinnar."
Bæjarstjórn samþykkir bókunina með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010 - gjaldskrár
2009090066
9. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 17. desember 2009:
Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2010.

Gjaldskrá fyrir leigu á húsnæði í grunnskólum og æskulýðs- og íþróttamannvirkjum - tillaga um að afsláttur til æskulýðs- og íþróttafélaga á Akureyri verði óbreyttur var samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu var borin upp sérstaklega og samþykkt með 4 atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.

Gjaldskrá félags- og tómstundastarfs fyrir eldri borgara var borin upp sérstaklega og samþykkt með 4 atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.

Gjaldskrá sundlauga Akureyrar  var borin  upp sérstaklega og samþykkt með 3 atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson greiddi atkvæði á móti afgreiðslu.
Baldvin H. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu.
Jóhannes Gunnar Bjarnason óskar bókað að hann er andvígur gjaldskrárbreytingum hjá sundlaugum Akureyrar.

Gjaldskrá fyrir fastleigustæði og stöðubrotagjöld Bifreiðastæðasjóðs verður óbreytt og verður tekin til endurskoðunar í upphafi næsta árs.

Gjaldskrá fyrir sorphreinsun - tillaga að sorphreinsunargjaldi kr. 22.000 var borin upp sérstaklega og samþykkt samhljóða.

Bæjarráð samþykkir aðra liði í tillögum að gjaldskrám og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu var borin upp sérstaklega og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.

Gjaldskrá félags- og tómstundastarfs fyrir eldri borgara var borin upp sérstaklega og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.

Gjaldskrá sundlauga Akureyrar  var borin  upp sérstaklega og samþykkt með 8 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Jóhannesar G. Bjarnasonar og Odds Helga Halldórssonar.
Baldvin H. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir aðra liði í tillögum að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Álagning gjalda árið 2010 - fasteignagjöld
2009120068
10. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 17. desember 2009:
Lögð fram tillaga um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2010:
a)      i   Fasteignaskattur verði 0,3328% af fasteignamati íbúðarhúsa og lóða.      
         ii  Fasteignaskattur verði 0,572% af fasteignamati  hesthúsa og lóða
b)      Fasteignaskattur á sjúkrastofnanir, skóla, heimavistir, leikskóla, íþróttahús og bókasöfn
         verði 1,32% af fasteignamati og lóðarréttindum.
c)      Fasteignaskattur á annað húsnæði en a) og b) lið  verði  1,65% af fasteignamati húsa
         og lóða.
d)      Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.
e)      Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna b) og c) liðar.
 f)      Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 6.689 kr. pr. íbúð og 100,34 kr. pr. fermetra.
g)      Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum  verði fast gjald 13.378 kr. pr. eign og
         100,34 kr. pr. fermetra.
h)       Fráveitugjald verði 0,15% af fasteignamati húsa og lóða.
Vatnsgjald og fráveitugjald (holræsagjald) leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar
skv. fasteignamati.
Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2010 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar
til september. Gjalddagi fasteignagjalda, að lægri fjárhæð en 9.000 kr., er 3. febrúar 2010.
Gjalddagar fasteignagjalda, sem lögð eru á nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu
gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram.  
Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna, 3. dagur  hvers mánaðar eftir álagningu.  

Bæjarráð samþykkir tillögu um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2010 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


9.          Álagning gjalda árið 2010 - fasteignaskattur - reglur um afslátt af fasteignaskatti
2009120092
11. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 17. desember 2009:
Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2010.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


10.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010 - seinni umræða
2009090066
12. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 17. desember 2009:
7. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 8. desember 2009:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2010 til frekari yfirferðar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjóri og hagsýslustjóri gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram á milli umræðna svo og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu.

Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar

A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð
Eignasjóður gatna o.fl.

B-hluta stofnanir:
Félagslegar íbúðir
Fráveita Akureyrar
Strætisvagnar Akureyrar
Öldrunarheimili Akureyrar
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Norðurorka hf
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Hafnasamlag Norðurlands
Heilsugæslustöðin á Akureyri

Bæjarráð vísar frumvarpinu til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2010 lagðar fram:

a)  Starfsáætlanir
Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarkaupstaðar. Stefnt skal að því að ljúka yfirferðinni fyrir lok janúar 2010. Bæjarráð og bæjarstjórn munu þá taka áætlanirnar til umræðu og afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

b)  Kaup á vörum og þjónustu
Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið skv. Innkaupastefnu Akureyrarkaupstaðar. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni  í innkaupum og meta skal endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

c)  Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar.
Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2010. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


Afgreiðsla frumvarpsins var á þessa leið:

Aðalsjóður (niðurstaða á bls. 11-15)
Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 20.727 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 12.667.744 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
Jóhannes G. Bjarnason og Oddur Helgi Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.

A-hluta stofnanir:  (byrja á bls. 17)
I.  Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða  -440.674 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð  13.726.853 þús. kr.

II.  Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða  -57.589 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð  51.052 þús. kr.

III.  Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða  -7.537 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 1.312.029 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 9 samhljóða atkvæðum.
Jóhannes G. Bjarnason og Oddur Helgi Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.

Samstæðureikningur (bls. 3)
Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð -485.073 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 18.390.486 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
Jóhannes G. Bjarnason og Oddur Helgi Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.

B-hluta stofnanir: (byrja á bls. 29)
Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður eru:

I.     Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða  -34.555 þús. kr.

II.    Fráveita Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 56.221 þús. kr.

III.   Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 4.345 þús. kr.

IV.   Öldrunarheimili Akureyrar, rekstrarniðurstaða 0 þús. kr.

V.    Framkvæmdasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða  -28.996 þús. kr.

VI.   Norðurorka hf, rekstrarniðurstaða 494.950 þús. kr.

VII.  Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða  -6.589 þús. kr.

VIII. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 484 þús. kr.

IX.   Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur, rekstrarniðurstaða -770 þús. kr.

X.    Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 26.271 þús. kr.

XI.   Heilsugæslustöðin á Akureyri, rekstrarniðurstaða -175 þús. kr.

Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 9 samhljóða atkvæðum.
Jóhannes G. Bjarnason og Oddur Helgi Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.
 
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar:  (bls. 3)
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar með rekstarniðurstöðu að fjárhæð 26.114 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 27.576.239 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.
Jóhannes G. Bjarnason og Oddur Helgi Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.

Bókun:
Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bókunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Forseti lýsti yfir að 10. liður dagskrárinnar ásamt 12. lið í fundargerð bæjarráðs frá 17. desember 2009 séu þar með afgreiddir.Að lokum tók forseti til máls og óskaði bæjarfulltrúum, starfsmönnum bæjarins og fjölskyldum þeirra og íbúum Akureyrar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Fyrir hönd bæjarfulltrúa þakkaði Oddur Helgi Halldórsson góðar óskir og óskaði forseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og góðs nýs árs.Fundi slitið.