Bæjarstjórn

3276. fundur 08. desember 2009
Bæjarstjórn - Fundargerð
3276. fundur
8. desember 2009   kl. 16:00 - 18:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
María Hólmfríður Marinósdóttir
Ólafur Jónsson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. nóvember 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 274. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum, dags. 11. nóvember 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 11. nóvember 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
16. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. nóvember 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 275. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 20 liðum, dags. 18. nóvember 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 18. nóvember 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
Skipulagsstjóri leggur fram til samþykktar liði 1 - 8 í fundargerð 276. fundar dags. 25. nóvember 2009.
Bæjarstjórn staðfestir 1.- 8. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 25. nóvember 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.4.          Norðurtangi 3 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu
2009120006
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. nóvember 2009:
Erindi dags. 20. nóvember 2009 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Íslandspósts hf, kt. 701296-6139, óskar eftir að byggingareitur að Norðurtanga 3 verði stækkaður til norðurs.  Meðfylgjandi er bréf með nánari skýringum.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að vinna tillögu að  deiliskipulagsbreytingu í samráði við skipulagsstjóra sem síðan verði grenndarkynnt.
Jón Ingi Cæsarsson sat hjá við afgreiðsluna.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Aðgerðaráætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis
2009030082
4. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 9. nóvember 2009:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynntu drög að endurskoðaðri aðgerðaráætlun Akureyrarbæjar vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis. Farið var yfir áætlunina og einstök markmið og verkefni rædd. Málið var áður á dagskrá 11. maí 2009.
Félagsmálaráð samþykkir að drög að aðgerðaráætlun gegn ofbeldi verði send til þeirra deilda sem málið varðar með þeim breytingum sem fram komu á fundinum. Óskað er eftir athugasemdum við aðgerðaráætlunina fyrir 15. desember nk.
Aðgerðaráætlunin rædd á fundinum.  Drögin eru í umsagnarferli hjá viðkomandi deildum og ráðum bæjarins.  Félagsmálaráð mun ljúka við gerð áætlunarinnar  og koma henni í framkvæmd.


6.          Heimaþjónusta - gjaldskrá og reglur 2009
2009010136
5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 26. nóvember 2009:
12. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 23. nóvember 2009:
Lögð fram drög að breytingum á reglum og gjaldskrá heimaþjónustu.  Nýjar reglur og gjaldskrá tóku gildi 1. ágúst sl.  Reynslan hefur leitt í ljós að ástæða er til að skoða þau tekjumörk sem miðað er við þannig að tekið sé tillit til þeirra sem hafa mjög litlar tekjur umfram þau tekjuviðmið sem sett eru. Lagt er til að á eftir 2. málsgrein 4. greinar reglnanna komi eftirfarandi málsgrein: Þeir notendur heimaþjónustu sem hafa tekjur umfram tekjuviðmið greiða aldrei hærri upphæð fyrir þjónustu en sem nemur 50% af umframtekjum. Samsvarandi ákvæði verði bætt inn í gildandi gjaldskrá heimaþjónustu.
Félagsmálaráð samþykkir umræddar breytingar á reglum og gjaldskrá heimaþjónustu og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar breytingum á reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á reglum og gjaldskrá heimaþjónustu með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010 - fyrri umræða
2009090066
7. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 3. desember 2009:
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2010 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2010 til frekari yfirferðar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.


Fundi slitið.