Bæjarstjórn

3275. fundur 17. nóvember 2009
Bæjarstjórn - Fundargerð
3275. fundur
17. nóvember 2009   kl. 16:00 - 17:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Stefánsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. nóvember 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 272. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum, dags. 28. október 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 28. október 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. nóvember 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 273. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum, dags. 4. nóvember 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 4. nóvember 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Melateigur - breyting á deiliskipulagi
2009090047
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. nóvember 2009:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Melateig 1 - 41 var auglýst frá 23. september til 4. nóvember 2009. Ein athugasemd barst og hefur henni verið svarað, sjá fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. nóvember 2009:
Óskað var eftir umsögn Fornleifaverndar og í svarbréfi dags. 1. október 2009 eru engar athugasemdir gerðar við deiliskipulagið.
Tillaga að breytingu á akstursleið frá Melateigi að Miðteigi gerir íbúum við Melateig 39-41 kleift að komast að sínum íbúðum án þess að þurfa að fara um eldri innkeyrslu frá Hringteig. Breytingin dreifir því álagi á aðkomu að svæðinu. Tekið skal fram að gert er ráð fyrir einstefnu frá Miðteigi og suður Melateig.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Haraldur S. Helgason sat hjá.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.4.          Álagning gjalda 2010 - útsvar
2009110058
7. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 12. nóvember 2009:
Lögð fram tillaga að útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2010 í Akureyrarkaupstað.
Bæjarráð leggur til að útsvarsprósenta verði óbreytt eða 13.28% og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa og ráðna stjórnendur Akureyrarbæjar
2009090017
Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri óskaði umræðna um gerð siðareglna fyrir kjörna fulltrúa og ráðna stjórnendur Akureyrarbæjar.
Rætt um undirbúning að gerð siðareglna sem munu síðar koma fyrir bæjarstjórn til samþykktar.Fundi slitið.