Bæjarstjórn

3274. fundur 03. nóvember 2009
Bæjarstjórn - Fundargerð
3274. fundur
3. nóvember 2009   kl. 16:00 - 17:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Stefánsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Víðir Benediktsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. október 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 270. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum, dags. 14. október 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 14. október 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. október 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 271. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum, dags. 21. október 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Fram kom tillaga um að bera 10. lið fundargerðarinnar upp sérstaklega og var hann samþykktur með 8 atkvæðum gegn 1 atkvæði Víðis Benediktssonar.
Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir aðra liði fundargerðar skipulagsstjóra dags. 21. október 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Krossaneshöfn - breyting á afmörkun hafnarsvæðis
2009100107
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. október 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 unna af Árna Ólafssyni dags. 15. september 2009.  Breytingin felst í lengingu á núverandi stálþilsbryggju til suðvesturs um 120 metra. Óskað var eftir samráði við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur við umhverfismat tillögunnar. Svar barst 27. október 2009 þar sem Skipulagsstofnun bendir á nokkur atriði sem þyrfti að taka tillit til.
Skipulagsnefnd samþykkir að lagfæra uppdráttinn í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Krossanes - hafnarsvæði - breyting á deiliskipulagi
2009100108
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. október 2009:
Erindi dags. 7. október 2009 þar sem hafnarstjóri f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Krossaneshafnar unna af Árna Ólafssyni dags. 19. september 2009. Breytingin felst í lengingu á núverandi stálþilsbryggju til suðvesturs um 120 metra.
Skipulagsnefnd  leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Búðargil - breyting á deiliskipulagi
2009080067
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. október 2009:
Tillagan var auglýst frá 2. september til 14. október 2009.
Fjórar athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað, sjá fundargerð skipulagsnefndar 28. október 2009.
Jóhannes Árnason óskar bókað: Ég styð það að staðfesta deiliskipulagstillöguna. Ég hef áður lýst andstöðu við að úthluta þessu svæði undir frístundabyggð.  Þá óttaðist ég að svæðið yrði illa nýtt og til yrði sundurlaus byggð.  Einnig óttaðist ég að slík byggð ætti ekki heima á þessu svæði.  Hér er verið að afgreiða breytingu á deiliskipulagi en ekki verið að ráðstafa svæðinu undir þessa starfsemi í fyrsta sinn.  Ég fæ ekki ráðið við að uppbyggingin er hafin á svæðinu. Ég er sammála þeim breytingum sem nú eru til afgreiðslu vegna þess að hér er verið að auka nýtingu á svæðinu og tryggja samfellda starfsemi og þjónustu, m.a. auka möguleika á eftirliti.  Þórunnarstræti er tengibraut og atvinnurekstur og ferðaþjónusta af þessu tagi á vel heima í nálægð við slíka götu.  Ég tel að hér sé verið að skapa aðstæður fyrir öflugan atvinnurekstur í ferðaþjónustu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Úttektarskýrsla - 3 samningar milli Heilbrigðisráðuneytis og Akureyrarbæjar
2009100076
Kynning á úttektarskýrslu Vottunar hf vegna 3ja samninga milli Heilbrigðisráðuneytis og Akureyrarbæjar.
Forseti las upp eftirfarandi tillögu að bókun:
   "Þjónustusamningar hafa verið í gildi við Heilbrigðisráðuneytið frá  árinu 1997 um heilsugæsluna og öldrunarheimilin, frá árinu 1999 um fangelsisþjónustuna og frá árinu 1990 um sjúkraflutningana. Þetta er í annað sinn sem ráðuneytið framkvæmir úttekt á framkvæmd Akureyrarbæjar á þeim verkefnum sem stofnanir bæjarins sinna samkvæmt þessum samningum.  
Bæjarstjórn fagnar jákvæðri niðurstöðu úttektarinnar sem staðfestir að þessi verkefni hafa almennt verið unnin af metnaði og fagmennsku af hálfu starfsfólks viðkomandi stofnana og eru því færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf.
Félagsmálaráð og framkvæmdaráð hafa fjallað um úttektina á sínum fundum og þar er unnið að endurbótum í samræmi við framkomnar ábendingar um það sem betur mætti fara."
Bæjarstjórn samþykkir bókunina með 11 samhljóða atkvæðum.


Fundi slitið.