Bæjarstjórn

3273. fundur 20. október 2009
Bæjarstjórn - Fundargerð
3273. fundur
20. október 2009   kl. 16:00 - 17:04
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Jón Ingi Cæsarsson
Kristján Þór Júlíusson
Kristín Sigfúsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Víðir Benediktsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. október 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 268. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum, dags. 1. október 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 1. október 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. október 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 269. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum, dags. 7. október 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 7. október 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting á afmörkun kirkjugarðs
2009100059
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. október 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 unna af Árna Ólafssyni, dags. 16. september 2009.  Breytingin felst í stækkun á svæði Kirkjugarða Akureyrar til suðurs og norðurs.
Skipulagsnefnd  fer fram á að stofnanasvæðið verði stækkað lítillega til suðurs þannig að möguleiki myndist fyrir byggingu líkbrennslu og tengdrar þjónustu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Kirkjugarðar Akureyrar - deiliskipulag
2008090072
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. október 2009:
Á fundinn kom Ómar Ívarsson og kynnti tillögu að deiliskipulagi Kirkjugarða Akureyrar við Höfðagötu (Þórunnarstræti). Tillagan er unnin af  X2 hönnun ehf, dags. 7. október 2009.
Skipulagsnefnd  fer fram á að bætt verði við lóð og byggingarreit kapellu þannig að möguleiki myndist fyrir byggingu líkbrennslu og tengdrar þjónustu.
Skipulagsnefnd  leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Suðurhluti Oddeyrar - deiliskipulagsbreyting - Strandgata 19b
2009090005
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. október 2009:
Tillagan var send í grenndarkynningu þann 2. september sl. og var athugsemdarfrestur til 30. september sl.
Ein athugasemd barst og hefur henni verið svarað, sjá fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. október 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillögunni verði breytt þannig að byggingarreitir bílskúranna verði minnkaðir í 4,5 x 8 m og færðir norðar þannig að bílastæði norðan þeirra verði 6,2 m. Einnig að fellt verði niður ákvæði um 7° hámarksþakhalla en hámarksvegghæð langhliða verði 3,0 m og hámarkshæð bílskúra verði 3,5 m.
Með þessum breytingum verður fjarlægð bílskúranna frá lóðarmörkum 3,0 m og telur nefndin því að komið hafi verið til móts við innsendar athugasemdir.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Opinber þjónusta á samdráttartímum
2009100021
Í ljósi niðurskurðar á ríkisútgjöldum og væntanlega fækkun opinberra starfa fjallar bæjarstjórn um opinbera starfsemi á Akureyri.
Eftirfarandi tillaga að bókun lögð fram:

   "Í fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er boðaður verulegur niðurskurður útgjalda. Af því tilefni vill bæjarstjórn Akureyrar minna á að lítil fjölgun opinberra starfa hefur orðið á Eyjafjarðarsvæðinu á undanförnum árum.  Á sama tíma hefur starfsemi á vegum ríkisins vaxið verulega á höfuðborgarsvæðinu.  Það er því sanngjörn og eðlileg krafa bæjarstjórnar Akureyrar að áhersla verði lögð á að draga úr kostnaði ríkisins á því svæði þar sem þensla opinberra útgjalda varð mest.
Ljóst er að í tengslum við opinber embætti víða um land, s.s. héraðsdómstóla og fleira, hefur orðið til þekking í héraði og sérhæfing sem hætta er á að glatist verði þessi störf lögð niður og flutt suður.  Mikilvægt er að draga upp heildarsýn til framtíðar þegar farið er í jafn róttæka uppstokkun og fyrirsjáanleg er í ríkisrekstrinum og skoða þá jafnframt hugmyndir að nýrri og breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga."

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að bókun með 11 samhljóða atkvæðum.


Fundi slitið.