Bæjarstjórn

3272. fundur 06. október 2009
Bæjarstjórn - Fundargerð
3272. fundur
6. október 2009   kl. 16:00 - 17:26
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Kristín Sigfúsdóttir
Víðir Benediktsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
13. liður í fundargerð skipulagnefndar dags. 30. september 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 265. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 15 liðum, dags. 11. september 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 11. september 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. september 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 266. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum, dags. 16. september 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 16. september 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. september 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 267. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum, dags. 23. september 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 23. september 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Vöru- og fiskihöfn á Oddeyri - breyting - aðstöðuhús við Oddeyrarbryggju
2009040107
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. september 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram breytingaruppdrátt á umfangi lóðarinnar sem stækkar lítillega til norðurs sem til er komin vegna misræmis milli aðaluppdrátta þjónustuhússins og fyrstu tillögu að afmörkun lóðarinnar.
Breytingin er unnin í samráði við Skipulagsstofnun. Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma.
Við lokafrágang skipulagstillögunnar voru gerðar minni háttar lagfæringar á henni til samræmis við endanlega hönnun. Þær varða ekki meginatriði eða stefnu skipulagsins, hafa hvorki í för með sér breytingu á auglýstum greinargerðartexta né skilmálum og eru óverulegar gagnvart afstöðu lóðar og húss til næstu bygginga.
Breytingar frá auglýstri tillögu eru:
Lóð færð lítillega til norðurs og stækkuð úr 260 m² í 384 m².
Byggingarreitur er stækkaður þannig að minni háttar útbyggingar rúmist innan hans.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingaruppdrátturinn verði samþykktur og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hans.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Suðurhluti Oddeyrar - breyting á deiliskipulagi Lundargötu 17
2009090119
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. september 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suðurhluta Oddeyrar vegna Lundargötu 17. Tillagan er unnin af Mannvirkjameistaranum ehf, dags. 28. september 2009.
Skipulagsnefnd óskar eftir að bílgeymsla verði færð 1 m frá lóðarmörkum og að hámarksvegghæð hennar verði ekki meiri en 2.9 m og þakhalli allt að 7°.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig lagfærð verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Súluvegur - deiliskipulag - malbikunarstöð
2009030041
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. september 2009:
Tillaga að deiliskipulagi lóðar fyrir malbikunarstöð við Súluveg var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi í Dagskránni þann 1. apríl 2009 með athugasemdafresti til 13. maí 2009 .  Engin athugasemd barst.
Aðalskipulagsbreytingin hefur nú tekið gildi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Slökkvilið Akureyrar - samþykkt
2009090097
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 25. september 2009:
Endurskoðun á samþykkt SA frá 6. júní 1989.  Um er að ræða 8. gr. sem fjallar um þrekpróf og reykköfun,  sbr. framlagt fylgiskjal og tillögu að breytingu.
Framkvæmdaráð samþykkir breytingu á 8. gr. og telur jafnframt að breyta þurfi samþykktum slökkviliðsins til samræmis við samþykktir um framkvæmdaráð.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um breytingu á 8. grein í Samþykkt um Slökkvilið Akureyrar með 11 samhljóða atkvæðum og felur framkvæmdaráði jafnframt að hefja vinnu við heildarendurskoðun á samþykktum Slökkviliðsins.

8.          Sérstakar húsaleigubætur
2009050140
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 17. september 2009:
Lögð fram drög að breytingu á 4. grein á reglum um sérstakar húsaleigubætur á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um breytingu á 4. grein í Reglum um sérstakar húsaleigubætur á Akureyri með 10 samhljóða atkvæðum.
Víðir Benediktsson sat hjá við afgreiðslu.


9.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2009
2008050088
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 29. september 2009:
Bæjarráð vísar endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.Fundi slitið.