Bæjarstjórn

3271. fundur 15. september 2009
Bæjarstjórn - Fundargerð
3271. fundur
15. september 2009   kl. 16:00 - 17:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088
Eftirfarandi tillaga um breytingu á skipan fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar lögð fram:
Bæjarstjóri er formaður skv. reglugerð.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, kt. 230566-2919, tekur sæti aðalmanns í stað Hermanns Jóns Tómassonar, kt. 130459-2939.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. september 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 263. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum, dags. 26. ágúst 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 26. ágúst 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
13. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. september 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 264. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum, dags. 2. september 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 2. september 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.4.          Kjalarsíða 1A og 1B - deiliskipulagsbreyting
2009040008
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. ágúst 2009:
Tekið fyrir að nýju, bæjarstjórn frestaði afgreiðslu á fundi sínum 1. september sl.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 8 atkvæðum gegn 1 atkvæði Odds Helga Halldórssonar.
Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.


5.          Melateigur - breyting á deiliskipulagi
2009090047
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. september 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Melateig 1 - 41. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni dags. 4. september 2009. Breytingin felst í nýrri aðkomu að lóðinni og skiptingu hennar. Meðfylgjandi er samkomulag milli Akureyrarbæjar og Hagsmunafélags Melateigs 2009 dags. 8. september 2009.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan  verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  
Haraldur S. Helgason sat hjá við afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 8 samhljóða atkvæðum.
Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir og Oddur Helgi Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.


6.          Breiðholt - breyting á deiliskipulagi
2009070023
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. september 2009:
Tillaga að breytingu á deiliskipulaginu var auglýst 29. júlí til 9. september 2009.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.
Kristján Þór Júlíusson sat hjá við afgreiðslu.


7.          Búðargil - grenndarkynning vegna deiliskipulagsbreytingar
2009080030
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. september 2009.
Erindi dags. 7. ágúst 2009 frá Njáli Trausta Friðbertssyni þar sem hann f.h. Sæluhúsa, kt. 591200-3130, óskar eftir að fá að byggja þau tvö hús sem búið er að steypa grunn undir við Sunnutröð 2 og 3 úr steinsteypu í stað timburs eins og gert er ráð fyrir í deiliskipulagi svæðisins var sent í grenndarkynningu þann 13. ágúst sl. Athugasemdarfrestur var til 10. september 2009.
Ein athugasemd barst og hefur henni verið svarað, sjá fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. september 2009.
Jóhannes Árnason óskaði eftirfarandi bókað:
Ég vil að það komi fram að ég hef sem bæjarbúi sent inn athugasemdir við þau áform að ráðstafa svæði við Búðargil undir byggð frístundahúsa.  Ég var þeirrar skoðunar að á þessu svæði þyrfti að nýta landið vel og óttaðist að það yrði ekki gert með því að byggja frístundahús.  Ég hef líka lýst þessum skoðunum í skipulagsnefnd.  Þetta á fyrst og fremst við um aðalskipulag sem kveður á um slíka landnotkun. Það að hægt verði að byggja frístunda/gistihús úr steinsteypu eins og nú er gert ráð fyrir segir mér að meiri alvara er í áformum um að  bjóða fyrirmyndar gistiaðstöðu.  Það er í anda þess sem ég vil sjá;  að á svæðinu verði góð þjónusta með gistingu fyrir ferðamenn og að svæðið verði nýtt vel.
Ég tek þess vegna undir bókun skipulagsnefndar og vænti þess að þetta svæði verði nýtt undir öflugan atvinnurekstur í ferðaþjónustu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.8.          Sandgerðisbót - framkvæmdaleyfi
2009090048
8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. september 2009:
Erindi dags. 1. september 2009 þar sem  Hörður Blöndal f.h Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um framkvæmdaleyfi til að fullgera fyllingu í Sandgerðisbót sem er sunnan innsiglingar í smábátahöfnina en norðan ósa Glerár. Umrædd fylling er á skipulagsuppdrætti sem nú hefur verið staðfestur.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið umsóknina og telur að framkvæmdin sé í samræmi við skipulagsgögn og leggur því til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


9.          Umhverfisviðurkenningar - 2009
2009080041
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. september 2009:
Umhverfisnefnd vísar til skipulagsnefndar tillögu um breytingar á reglum um umhverfisviðurkenningar þess efnis að veiting umhverfisviðurkenninga í flokki 2  verði hér eftir veittar á tveggja ára fresti í stað árlega.
Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti og vísar erindinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fram kom tillaga um að vísa breytingartillögunni aftur til umhverfisnefndar til endurskoðunar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Fundi slitið.