Bæjarstjórn

3270. fundur 01. september 2009
Bæjarstjórn - Fundargerð
3270. fundur
1. september 2009   kl. 16:00 - 17:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigrún Stefánsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jón Erlendsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088
Stjórnsýslunefnd:
Í samræmi við breytingar á verkaskiptingu meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn leggja Samfylking og Sjálfstæðisflokkur til að Hermann Jón Tómasson, kt. 130459-2939, verði formaður stjórnsýslunefndar í stað Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, kt. 230566-2919, sem verður varaformaður.

Framkvæmdaráð/stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar:
Lögð fram tillaga um breytingu á skipan fulltrúa Framsóknarflokks í framkvæmdaráði/stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar:
Jakob Björnsson, kt. 270450-3349, tekur sæti aðalmanns í stað Jóhannesar G. Bjarnasonar, kt. 310362-2129.

Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. ágúst 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 261. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum, dags. 12. ágúst 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 12. ágúst 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.

3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. ágúst 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram til samþykktar fundargerð 262. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum, dags. 19. ágúst 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 19. ágúst 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Búðargil - breyting á deiliskipulagi
2009080067
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. ágúst 2009:
Erindi dags. 7. ágúst 2009 frá Njáli Trausta Friðbertssyni þar sem hann f.h. Sæluhúsa, kt. 591200-3130, óskar eftir  breytingum á deiliskipulagi frístundahúsa í Búðargili skv. meðfylgjandi tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi svæðisins unnin af Kristni Ragnarssyni dags. 24. ágúst 2009.
Skipulagsnefnd fer fram á smávægilegar breytingar á texta í greinargerðinni og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig lagfærð verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Kjalarsíða 1A og 1B - deiliskipulagsbreyting
2009040008
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. ágúst 2009:
Erindi dags. 3. febrúar 2009 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Félagsstofnunar stúdenta Akureyri, kt. 420888-2529, óskar eftir að breyta deiliskipulagi vegna stúdentagarða við Kjalarsíðu 1A og 1B, þannig að heimild verði fyrir 40 íbúðum í stað 38 og tveggja frístandandi reiðhjólaskýla á lóð félagsins. Innkominn er tillöguuppdráttur af breytingu á deiliskipulagi frá Ágústi Hafsteinssyni dags. 10. febrúar 2009.
Tillagan var auglýst í staðarblaðinu Dagskránni, Lögbirtingarblaðinu, í Ráðhúsi Akureyrar og var aðgengileg á netinu. Athugasemdarfrestur var frá 1. júlí til 12. ágúst sl. Engar athugasemdir bárust.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Haraldur S. Helgason greiddi atkvæði gegn tillögunni og Jóhannes Árnason sat hjá við afgreiðsluna.
Fram kom tillaga um að fresta afgreiðslu og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Vættagil 24 - deiliskipulagsbreyting
2009070036
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. ágúst 2009:
Erindi dags. 5. maí 2009 þar sem Erna Sigmundsdóttir f.h. Þorsteins Hjaltasonar, kt. 010563-2169, óskar eftir deiliskipulagsbreytingu á byggingarreit við suðurhlið hússins að Vættagili 24.  Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu eftir Harald Árnason. Tillagan var send í grenndarkynningu þann 16. júlí 2009 og lauk 13. ágúst 2009. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Fjölmenningarstefna Eyþings
2008100087
2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 26. ágúst 2009:
Fjölmenningarstefna Eyþings lögð fram til kynningar ásamt handbók um móttöku innflytjenda í skóla. Anna Guðný Guðmundsdóttir verkefnisstjóri Alþjóðahússins á Norðurlandi ehf sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem lögð hefur verið í Fjölmenningarstefnu Eyþings og handbók um móttöku innflytjenda í skóla. Ráðið hvetur bæjarstjórn og fastanefndir til að taka stefnuna til umfjöllunar.
Hægt að nálgast stefnuna á heimasíðu Eyþings á slóðinni http://eything.is/samningar.php
Bæjarstjórn fagnar gerð sameiginlegrar Fjölmenningarstefnu fyrir sveitarfélög á svæði Eyþings og telur að hún muni nýtast Akureyrarbæ mjög vel.  Nauðsynlegt er að vinna að stefnunni af hálfu bæjarins í sérstökum vinnuhópi sem myndi setja niður markmið, leiðir, ábyrgðaraðila og mælikvarða.  
Bæjarstjórn tilnefnir í þennan hóp formann skólanefndar og formann samfélags- og mannréttindanefndar, fræðslustjóra, framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindadeildar og  framkvæmdastjóra heilsugæslustöðvarinnar.  Bæjarstjóri setur hópnum erindisbréf og kallar hann saman.  Stefnt er að því að vinnu hópsins skuli lokið fyrir 1. janúar 2010.
Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Stefnumótun ÍRA - íþróttastefna Akureyrarbæjar
2007120016
Lögð fram til umræðu drög að íþróttastefnu Akureyrarbæjar.
Í samræmi við 21. grein í Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar og samþykkt bæjarstjórnar frá 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Ólafur Jónsson formaður íþróttaráðs og gerði grein fyrir íþróttastefnunni.
Stefnudrögin verða lögð fyrir bæjarstjórn að nýju eftir frekari vinnu íþróttaráðs.


Fundi slitið.