Bæjarstjórn

3269. fundur 23. júní 2009
Bæjarstjórn - Fundargerð
3269. fundur
23. júní 2009   kl. 16:00 - 17:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Ólafur Jónsson
Sigrún Stefánsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Kristín Sigfúsdóttir
Víðir Benediktsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. júní 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 253. fundur.
Fundargerðin er í 4 liðum, dags. 27. maí 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 27. maí 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. júní 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 254. fundur.
Fundargerðin er í 10 liðum, dags. 3. júní 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 3. júní 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Kjalarsíða 1A og 1B - deiliskipulagsbreyting
2009040008
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 1. apríl 2009:
Erindi dags. 3. febrúar 2009 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Félagsstofnunar stúdenta Akureyri, kt. 420888-2529, óskar eftir að breyta deiliskipulagi vegna stúdentagarða við Kjalarsíðu 1A og 1B, þannig að heimild verði fyrir 40 íbúðum í stað 38 og tveggja frístandandi reiðhjólaskýla á lóð félagsins. Innkominn er tillöguuppdráttur af breytingu á deiliskipulagi frá Ágústi Hafsteinssyni dags. 10. febrúar 2009.
Meirihluti skipulagsnefndar  leggur til við bæjarstjórn að tillagan  verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  
Jóhannes Árnason og Haraldur S. Helgason greiða atkvæði gegn tillögunni.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 9 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Kristínar Sigfúsdóttur og Víðis Benediktssonar.


4.          Eyrarlandsholt - breyting á deiliskipulagi við Miðteig 13 - grenndarkynning
2009050003
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. júní 2009:
Erindi dags. 7. nóvember 2008 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Ágústar Birgissonar, kt. 300465-2939, sækir um breytingu á deiliskipulagi er felur í sér stækkun byggingarreits fyrir húsið Miðteig 13, til að byggja geymsluhús, skv. teikningum eftir Birgi Ágústsson. Einnig er sótt um svalalokun á efri hæð hússins. Innkomin gögn fyrir grenndarkynningu 31. mars 2009.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt frá 6. maí til 3. júní 2009 og barst engin athugasemd.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Sérstakar húsaleigubætur
2009050140
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 11. júní 2009:
3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 8. júní 2009:
Lagt fram minnisblað og drög að reglum um sérstakar húsaleigubætur.  
Félagsmálaráð samþykkir að farin verði leið 3 í minnisblaði og vísar málinu til bæjarráðs.
Jón Heiðar Daðason mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálaráðs  og vísar reglum um sérstakar húsaleigubætur til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum reglur um sérstakar húsaleigubætur í trausti þess að staðið verði við samkomulag ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu kostnaðar vegna þeirra þar sem gert er ráð fyrir að ríkið greiði 60% kostnaðar.  Reglur þessar verða endurskoðaðar þegar ljóst verður hvort staðið verður við þetta samkomulag eða fyrir 1. nóvember nk.
Víðir Benediktsson sat hjá við afgreiðslu.


6.          Skólastígur 4
2009060126
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs varðandi húseign að Skólastíg 4.
Bæjarstjóri  lagði fram svör við fyrirspurnum VG.


7.          Jöfnun flutningskostnaðar
2008010188
Bæjarstjóri óskaði eftir umræðu um stöðu framleiðslufyrirtækja á Akureyri og jöfnun flutningskostnaðar.
Lögð fram tillaga að bókun svohljóðandi:
   "Bæjarstjórn Akureyrar skorar á Alþingi og ríkisstjórn að beita sér fyrir því sem fyrst að jafna stöðu fyrirtækja á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu hvað varðar flutningskostnað.
Löng hefð er fyrir rekstri framleiðslufyrirtækja á Akureyri og hefur rekstrarumhverfi þeirra að mörgu leyti verið gott en vegna mikils og vaxandi flutningskostnaðar verður samkeppnisstaða þessara fyrirtækja sífellt erfiðari.
Bæjarstjórn ítrekar því fyrri ályktanir bæjaryfirvalda um mikilvægi þess að þegar í stað verði settar reglur og ráðist í aðgerðir til að jafna þennan aðstöðumun."
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið.