Bæjarstjórn

3268. fundur 09. júní 2009
Bæjarstjórn - Fundargerð
3268. fundur
9. júní 2009   kl. 16:00 - 17:36
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. maí 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 251. fundur. Fundargerðin er í 9 liðum, dags. 13. maí 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 13. maí 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. maí 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 252. fundur. Fundargerðin er í 10 liðum, dags. 20. maí 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 20. maí 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting - malbikunarstöð Glerárdal
2009010181
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. maí 2009:
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna malbikunarstöðvar við Súluveg og Glerá var auglýst frá 1. apríl til 13. maí 2009 í Dagskránni.
Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Jóhannes Árnason sat hjá við afgreiðsluna.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson sat sjá við afgreiðslu.


4.          Glerárdalur - breyting á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotfélagssvæði
2009050147
13. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. maí 2009:
Með vísan til afgreiðslu bæjarráðs 26. febrúar 2009 um kvaðir sem leggja þarf á lóð BA var skipulagsstjóra falið að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi um skiptingu lóðarinnar. Tillagan er unnin af Halldóri Jóhannssyni frá Teiknum á lofti ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Jóhannes Árnason sat hjá við afgreiðsluna.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Eyþing - kynning á starfsemi  
2009050083
Kynning á Eyþingi.
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður stjórnar Eyþings gerði grein fyrir starfseminni.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.


6.          AFE - kynning á starfsemi
2009050083
Kynning á AFE.
Helena Þ. Karlsdóttir formaður stjórnar AFE gerði grein fyrir starfseminni.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.


7.          Bæjarstjórnarfundir í júlí og ágúst 2009
2009060050
Lögð fram tillaga um bæjarstjórnarfundi í júlí og ágúst 2009:
Í samræmi við 7. og 47. grein samþykktar um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar samþykkir bæjarstjórn að í júlí og ágúst 2009 verði sumarleyfi bæjarstjórnar. Ekki verða haldnir fundir í bæjarstjórn í júlí og ágúst nema þörf krefji  eða þriðjungur bæjarfulltrúa krefjist þess. Jafnramt er bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088
Lagðar fram tillögur um breytingar á skipan fulltrúa D-lista Sjálfstæðisflokks í kjarasamninganefnd, félagsmálaráð og framkvæmdaráð.

Kjarasamninganefnd:
Ögmundur Knútsson, kt. 270262-2639, tekur sæti aðalmanns og Þórarinn B. Jónsson, kt. 131144-2379, tekur sæti varamanns.
Þórarinn var áður aðalmaður og Ögmundur varamaður

Félagsmálaráð:
Jóhanna Guðrún Snæfeld Magnúsdóttir, kt. 220387-2839, tekur sæti varamanns í stað Steinþórs Þorsteinssonar, kt. 020782-4049.

Framkvæmdaráð:
Sigrún Björk Jakobsdóttir, kt. 230566-2919, tekur sæti aðalmanns og Eva Hrund Einarsdóttir, kt. 260277-4999, tekur sæti varamanns.
Eva Hrund var áður aðalmaður og Sigrún Björk varamaður.

Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar með 11 samhljóða atkvæðum.


9.          Kosning forseta og skrifara bæjarstjórnar til eins árs
2009060013
1.   Kosning forseta bæjarstjórnar.
2.   Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
3.   Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.

1.   Kosning forseta bæjarstjórnar.
      Við kosningu forseta hlaut bæjarfulltrúi Sigrún Björk Jakobsdóttir 7 atkvæði,
      4 seðlar voru auðir.
      Sigrún Björk Jakobsdóttir er því réttkjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.

2.   Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
      Við kosningu 1. varaforseta bæjarstjórnar hlaut bæjarfulltrúi
      Sigrún Stefánsdóttir 7 atkvæði.
      Bæjarfulltrúarnir Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir, Jóhannes Gunnar Bjarnason
      og Oddur Helgi  Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.
      Lýsti forseti Sigrúnu Stefánsdóttur réttkjörna sem 1. varaforseta.

      Við kosningu 2. varaforseta bæjarstjórnar hlaut bæjarfulltrúi  
      Oddur Helgi Halldórsson 7 atkvæði.
      Bæjarfulltrúarnir Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir, Jóhannes Gunnar Bjarnason og
      Oddur Helgi  Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.
      Lýsti forseti Odd Helga Halldórsson réttkjörinn sem 2. varaforseta.

3.   Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.
      Fram kom tillaga með nöfnum þessara aðalmanna:
          Elín M. Hallgrímsdóttir
         Jóhannes G. Bjarnason
      og varamanna:
          Helena Þ. Karlsdóttir
          Baldvin H. Sigurðsson

      Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.10.          Kosning bæjarráðs til eins árs
2009060014
Bæjarráð - 5 aðalmenn og 5 til vara.
Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

     Sigrún Björk Jakobsdóttir - formaður
     Elín Margrét Hallgrímsdóttir
     Sigrún Stefánsdóttir  - varaformaður
     Baldvin Halldór Sigurðsson
     Oddur Helgi Halldórsson
     Jóhannes Gunnar Bjarnason (áheyrnarfulltrúi)

 og varamenn:

    Hjalti Jón Sveinsson
    Kristján Þór Júlíusson
    Helena Þ. Karlsdóttir
    Kristín Sigfúsdóttir
    Víðir Benediktsson    
    Gerður Jónsdóttir  (áheyrnarfulltrúi)

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.11.          Ráðning bæjarstjóra
2009060015
Í samstarfssamningi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar árin 2006-2010 dags. 8. júní 2006 segir m.a.:  "Bæjarstjóri fyrstu 3 árin verður frá Sjálfstæðisflokknum en síðasta árið frá Samfylkingunni."
Samkvæmt þessu lætur Sigrún Björk Jakobsdóttir af starfi bæjarstjóra á Akureyri þann 9. júní 2009.
Ennfremur er samkomulag milli sömu aðila  um að gera þá tillögu til bæjarstjórnar Akureyrar að Hermann Jón Tómasson gegni starfi bæjarstjóra frá sama degi.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 7 samhljóða atkvæðum.
Bæjarfulltrúarnir Baldvin H. Sigurðsson, Kristín Sigfúsdóttir, Jóhannes Gunnar Bjarnason og Oddur Helgi Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.Fundi slitið.