Bæjarstjórn

3267. fundur 19. maí 2009
Bæjarstjórn - Fundargerð
3267. fundur
19. maí 2009   kl. 16:00 - 19:26
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Dýrleif Skjóldal
Kristín Sigfúsdóttir
Víðir Benediktsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari

Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu þess efnis að 3. og 4. liður í útsendri dagskrá " Spítalavegur - Steinatröð - deiliskipulag - endurskoðun" yrðu sameinaðir í einn lið og var það samþykkt samhljóða.
Einnig var borin upp tillaga um að fresta 14. lið dagskrár "Eyþing - kynning á starfsemi" til næsta fundar bæjarstjórnar og var það samþykkt samhljóða.

1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
19. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. maí 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 249. fundur. Fundargerðin er í 3 liðum, dags. 29. apríl 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
2. liður fundargerðar skipulagsstjóra dags. 29. apríl 2009 var borinn upp sérstaklega og var hann samþykktur með 8 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Dýrleifar Skjóldal, Kristínar Sigfúsdóttur og Víðis Benediktssonar.
Bæjarstjórn staðfestir aðra liði fundargerðar skipulagsstjóra dags. 29. apríl 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
20. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. maí 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 250. fundur. Fundargerðin er í 9 liðum, dags. 6. maí 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 6. maí 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Spítalavegur - Steinatröð - deiliskipulag - endurskoðun
2008040125
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. mars 2009:
Endurskoðuð tillaga dags. 3. mars 2009 að deiliskipulagi við Spítalaveg og Steinatröð sem er unnin af Hermanni G. Gunnlaugssyni frá Storð ehf í samvinnu við skipulagsdeild lögð fram.
Skipulagsnefnd  leggur til við bæjarstjórn að tillagan  verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Einnig lagður fram 4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. maí 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram húsakönnun unna af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt og Hönnu Rósu Sveinsdóttur frá Minjasafninu.
Húsakönnunin verði hluti af deiliskipulagstillögu þeirri sem skipulagsnefnd hefur lagt til við bæjarstjórn að verði auglýst.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar og að húsakönnunin verði hluti af deiliskipulagstillögunni með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Brekkusíða 7-11 og 14-18
2009050065
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. maí 2009:
Tillaga að endurskoðun deiliskipulags Brekkusíðu 7-11 og 14-18 sem er húsaþyrping í enda götunnar vegna nýrra breytinga og eldri sem gerðar hafa verið á síðustu árum var auglýst frá 25. mars til 6. maí 2009.
Þrjár athugasemdir bárust:
1) Karl Ingimarsson og Hanna Sigurjónsdóttir, Brekkusíðu 16, dags. 30. apríl 2009.
Þau leggja til að grenitréð verði fjarlægt og bílastæðin færð að lóðamörkum Brekkusíðu 14 og 16.
2) Sigríður Guðrún Friðriksdóttir, Brekkusíðu 14, dags. 1. maí 2009.
Sigríður telur það ekki vænlegan kost að færa bílastæðin um 1 m þar sem 80 cm eru að fyrstu greinum trésins. Hún leggur til að bílastæðin verði 2,25 m á breidd en ekki færð nær trénu og að tréð fái að standa.
3) Sigríður M. Jóhannsdóttir og Bjarni Sigurjónsson, Brekkusíðu 7, dags. 5. maí 2009.
Þau mótmæla færslu bílastæða til suðurs fyrir framan hús nr. 16 sem þýðir að fella þurfi tréð. Eingöngu sé verið að ganga hagsmuna íbúa húss nr. 16. Tréð var þarna og 3 bílastæði þegar hús nr. 16 var byggt.
Þar sem mikil andstaða er hjá íbúum hverfisins fyrir því að fella grenitréð leggst nefndin gegn því og fer þess á leit við framkvæmdadeild að vinna útfærslu á svæðinu þar sem bílastæðin haldi sér samhliða því að grenitréð verði grisjað.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan, þannig útfærð verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Deiliskipulag við Austurveg, Eyjabyggð og Búðartanga
2009050068
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. maí 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Austurveg, Eyjabyggð og Búðartanga í Hrísey, í samræmi við bókanir skipulagsnefndar í málum BN080403 frá 26. nóvember 2008 og SN080076 frá 15. ágúst 2008. Tillagan er unnin af X2 skipulag og hönnun, dags. 7. maí 2009.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting í Sandgerðisbót
2008120047
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. maí 2009:
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar á landfyllingum í Sandgerðisbót var auglýst þann 25. mars með athugasemdafresti til 6. maí 2009.
Engin athugasemd barst.
Óskað var eftir umsögnum Siglingastofnunar Íslands, UST og Hafnasamlags Norðurlands.
Svar barst frá:
1) Siglingastofnun, dags. 19. janúar 2009. Engar athugasemdir.
2) Hafnasamlagi Norðurlands dags. 9. febrúar 2009. Stjórn HN gerir þá athugasemd að tryggja þarf akstursleið að austurhluta svæðisins.
3) UST dags. 9. mars 2009.
Gerir ekki athugasemd.
Tekið verður tillit til athugasemdar Hafnasamlags Norðurlands í deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Bjarkarlundur 10
2009050069
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. maí 2009:
Erindi móttekið 10. febrúar 2009 þar sem Rúnar Þór Sigursteinsson, kt. 260174-4019, leggur inn fyrirspurn um viðbyggingu við hús sitt nr. 10 við Bjarkarlund. Meðfylgjandi er tillaga að breytingu á deiliskipulagi eftir Reyni Adamsson dags. 17. mars 2009.
Erindið var grenndarkynnt frá 3. apríl til 4. maí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Framkvæmdafrestir á veittum lóðum - tímabundin undanþága
2006010154
11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. maí 2009:
Þann 6. maí 2008 samþykkti bæjarstjórn að undanþága yrði gerð frá samþykktum vinnureglum um framkvæmdafresti á veittum lóðum vegna ástands á byggingarmarkaði. Samþykkt var að hægt yrði að framlengja framkvæmdafresti í allt að eitt ár bærist um það beiðni frá lóðarhöfum og gilti þetta bráðabirgðaákvæði í eitt ár. Sá gildistími er nú að renna út.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að bráðabirgðaheimildin um framkvæmdafresti verði framlengd um eitt ár til viðbótar.
Bæjarstjóri bar fram tillögu um breytingu á texta, þ.e. að í stað "bráðabirgðaundanþága" komi " tímabundin undanþága" og var það samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með framangreindri textabreytingu með 11 samhljóða atkvæðum.


9.          Almennir byggingarskilmálar - tímabundið ákvæði
2009050070
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. maí 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu til bráðabirgða á hluta greinar 5.0 í almennum byggingarskilmálum vegna ástands í þjóðfélaginu.
Núverandi hluti hljóðar svo:
?Eigi síðar en 18 mánuðum eftir veitingu byggingarleyfis skal lóðarhafi hafa gert hús og bílgeymslu fokhelt og frágengið að utan, jafnað og grætt lóð og gengið frá lóðarmörkum.?
Tillaga að breytingu til bráðabirgða hljóði svo:
?Eigi síðar en 30 mánuðum eftir veitingu nýrra byggingarleyfa og eigi síðar en 36 mánuðum eftir veitingu áður útgefinna byggingarleyfa, miðað við dagsetningu samþykktar þessarar, skal lóðarhafi hafa gert hús og bílgeymslu fokhelt og frágengið að utan, jafnað og grætt lóð og gengið frá lóðarmörkum.?
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og gildi í eitt ár.
Bæjarstjóri bar fram tillögu um breytingu á texta, þ.e. að í stað  "bráðabirgðaákvæði" komi "tímabundið ákvæði" og var það samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með framangreindri textabreytingu með 11 samhljóða atkvæðum.10.          Gatnagerðargjöld - endurskoðun 2009
2009050021
11. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 14. maí 2009:
Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá gatnagerðargjalda með áorðnum breytingum með 11 samhljóða atkvæðum.


11.          Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2008 - síðari umræða
2009030026
9. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 14. maí 2009:
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2008 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2008 var borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Ársreikningurinn var síðan undirritaður.


12.          Sjávarútvegsmál - umræða
2009050041
Bæjarfulltrúi Jóhannes Gunnar Bjarnason óskaði eftir að sjávarútvegsmál yrðu tekin til umræðu í bæjarstjórn.
Tilefnið er fyrirhuguð fyrningaleið ríkisstjórnarinnar á kvóta sjávarútvegsfyrirtækja.
Jóhannes Gunnar Bjarnason lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
   "Bæjarstjórn Akureyrar skorar á ríkisstjórn Íslands að endurskoða þau áform sín að fara svokallaða fyrningaleið í úthlutun fiskikvóta gagnvart útgerðarfyrirtækjum á Íslandi.  Flestum ber saman um að núverandi kvótakerfi er gallað og mun eðlilegra að sníða þá vankanta af en fara þessa leið.  Rekstrargrundvöllur og áætlanir eru í uppnámi vegna fyrirhugaðra breytinga og við slíkt getur undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar ekki búið til lengri tíma."

Fram kom tillaga um að vísa tillögunni til bæjarráðs og var hún samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Dýrleif Skjóldal, Kristín Sigfúsdóttir, Víðir Benediktsson og Jóhannes Gunnar Bjarnason sátu hjá við afgreiðslu.


13.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2009 - stjórn Akureyrarstofu
2009010152
Starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu  2006-2010.
Elín Margrét Hallgrímsdóttir bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu gerði grein fyrir starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.


Fundi slitið.