Bæjarstjórn

3266. fundur 05. maí 2009
Bæjarstjórn - Fundargerð
3266. fundur
5. maí 2009   kl. 16:00 - 18:38
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Jón Ingi Cæsarsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
24. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. apríl 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 245. fundur. Fundargerðin er í 5 liðum og dags. 1. apríl 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 1. apríl 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
25. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. apríl 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 246. fundur. Fundargerðin er í 9 liðum og dags. 8. apríl 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 8. apríl 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
26. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. apríl 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 247. fundur. Fundargerðin er í 2 liðum og dags. 15. apríl 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags.15. apríl 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
27. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. apríl 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 248. fundur. Fundargerðin er í 6 liðum og dags. 22. apríl 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 22. apríl 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Skarðshlíð - íþróttasvæði
2009020093
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. apríl 2009:
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna nýs íþróttasvæðis við Skarðshlíð á svæði sem skilgreint er í gildandi aðalskipulagi sem grænt svæði norðan íþróttasvæðis Þórs við Skarðshlíð var auglýst frá 4. mars til 15. apríl 2009.
Ein athugasemd barst frá Fasteignum Akureyrarbæjar dags. 5.  mars 2009.
Óskað er eftir að gerð verði grein fyrir geymsluaðstöðu með byggingarreit fyrir geymslu (max 20 fm) á svæðinu, í greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar, sem síðar verði nánar útfærð í deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd FA og leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting á svæði siglingaklúbbs
2008090049
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. apríl 2009:
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á fyrirhuguðu svæði Siglingaklúbbsins Nökkva við Leiruveg var auglýst frá 11. mars til 22. apríl 2009. Engar athugasemdir bárust.
Óskað var eftir umsögnum frá Vegagerðinni, Flugstoðum, umhverfisnefnd,  HN, HNE og UST sem nú hafa borist og sjá má í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. apríl sl. Einnig var Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppi sent bréf til kynningar á tillögunni þann 16. október 2008.
Skipulagsnefnd tekur undir innsendar ábendingar og athugasemdir í umsagnarbréfum en þar sem þær eiga við útfærslur í deiliskipulagi sem nú er í vinnslu er þeim vísað til útfærslu þar.
Með vísan til þessa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting á afmörkun hafnarsvæðis við Strandgötu
2009040106
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. apríl 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 unna af Árna Ólafssyni dags. 17. apríl 2009.  Breytingin felst í stækkun á hafnarsvæði við Strandgötu, Oddeyrarbryggju til vesturs.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái meðferð skv. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Vöru- og fiskihöfn á Oddeyri - breyting, aðstöðuhús við Oddeyrarbryggju
2009040107
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. apríl 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vöru- og fiskihafnar á Oddeyri unna af Árna Ólafssyni dags. 16. apríl 2009. Breytingin felst í að hafnarsvæði er stækkað til vesturs við Strandgötu og bætt við lóð og byggingarreit fyrir aðstöðuhús vegna komu skemmtiferðaskipa við Oddeyrarbryggju.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


9.          Lundarhverfi - reitur 2.51.7 - deiliskipulag sunnan Eikarlundar
2009020095
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. apríl 2009:
Tillaga að deiliskipulagi sunnan Eikarlundar, reitur 2.51.7 skv. Aðalskipulagi Akureyrar, ásamt greinargerð unnin af Gísla Kristinssyni dags. 20. janúar 2009 ásamt hljóðskýrslu Línuhönnunar um Miðhúsabraut og Brálund dags. 3. apríl 2008 auk minnisblaðs dags. 12. maí 2008 um umferðarmál var auglýst frá 25. febrúar til 8. apríl 2009.
Ein athugasemd barst frá Hrafnhildi Ólafsdóttir og Magnúsi Traustasyni, Brálundi 2, dags. 6. apríl 2009 og hefur henni verið svarað í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. apríl 2009.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


10.          Hörgárbraut - undirgöng
2008110015
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. apríl 2009:
Erindi dags. 27. apríl 2009 frá Birni Jóhannessyni þar sem hann f.h. Vegagerðarinnar, Norðurlandsumdæmi eystra og framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð undirganga undir Hörgárbraut norðan Skúta, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar mun sjá um framkvæmd verksins fyrir hönd Vegagerðarinnar.
Skipulagsnefnd hefur einnig yfirfarið innsenda fyrirspurn hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 13. ágúst 2008, sem áframsend var til vinnslu framkvæmdadeildar og Vegagerðarinnar, þar sem óskað var eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi fyrirhuguð undirgöng.
Samkvæmt upplýsingum framkvæmdadeildar voru tvær útfærslur skoðaðar, annarsvegar gerð undirganga og hinsvegar lækkun vegar í landi og byggingu brúar.
Skipulagsnefnd fellst á rök Vegagerðarinnar og framkvæmdadeildar um útfærslu undirganga. Í tillögunum er lagt til að byggð verði undirgöng í stað brúar en kostnaður vegna brúarbyggingar án lækkunar götu gæti numið allt að 60-80 milljónum. Kostnaður vegna undirganga er áætlaður rúmar 31 milljón.
Tekið skal fram að í tillögunum er gert ráð fyrir að núverandi strætóstoppistöð verði færð að undirgöngum. Einnig er gert ráð fyrir göngustígum meðfram Hörgárbraut samkvæmt aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að gönguleið frá hringtorgi að undirgöngum verði gerð sem fyrst og einnig að gert verði ráð fyrir strætóstoppistöð rétt norðan hringtorgs vestan við Bónus.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og telur að framkvæmdin sé í samræmi við aðalskipulag og leggur því til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.  
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


11.          Sameining Grímseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar
2007110066
Lagt fram bréf bæjarstjóra dags. 4. maí 2009 til samgönguráðuneytisins þar sem óskað er eftir staðfestingu á sameiningu Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá staðfestingu á gildistöku sameiningar Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps á grunni þess erindis sem bæjarstjóri lagði fram á fundinum.12.          Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2008 - fyrri umræða
2009030026
12. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 30. apríl 2009:
Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2008. Þorsteinn Þorsteinsson og Jón Ari Stefánsson endurskoðendur frá KPMG mættu á fundinn, skýrðu ársreikninginn og svöruðu fyrirspurnum.
Einnig sátu Kristján Þór Júlíusson bæjarfulltrúi og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2008 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


13.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2009 - félagsmálaráð
2009010152
Starfsáætlun félagsmálaráðs  2006-2010.
Sigrún Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og formaður félagsmálaráðs gerði grein fyrir starfsáætlun félagsmálaráðs.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.Fundi slitið.