Bæjarstjórn

3264. fundur 07. apríl 2009
Bæjarstjórn - Fundargerð
3264. fundur
7. apríl 2009   kl. 16:00 - 18:42
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Stefánsdóttir 1. varaforseti
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Ólafur Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu þess efnis að 4. lið á dagskrá - Kjalarsíða 1A og 1B - deiliskipulagsbreyting - verði frestað og tekinn af dagskránni og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 1. apríl 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 242. fundur. Fundargerðin er í 8 liðum, dags. 11. mars 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 11. mars 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
13. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 1. apríl 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 243. fundur. Fundargerðin er í 9 liðum, dags. 18. mars 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 18. mars 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 1. apríl 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 244. fundur. Fundargerðin er í 5 liðum, dags. 25. mars 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 25. mars 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Samþykkt um starfslaun listamanna - endurskoðun
2009030073
4. liður í fundargerð Stjórnar Akureyrarstofu dags. 18. mars 2009:
Lögð fram tillaga að endurskoðun á Samþykkt um starfslaun listamanna. Ekki er um efnislegar breytingar að ræða, en teknar út úreltar tilvísanir sem í samþykktinni eru og orðalagi breytt.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir breytingarnar og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða Samþykkt um starfslaun listamanna með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Alþingiskosningar 2009
2009020006
9. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 2. apríl 2009:
Lagður fram listi með nöfnum þrjátíu og þriggja aðalmanna og þrjátíu og þriggja varamanna í undirkjörstjórnir við alþingiskosningarnar og sameiningarkosningar Grímseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar 25. apríl nk.
Bæjarráð vísar listanum til staðfestingar bæjarstjórnar.
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa á lýsti forseti þetta fólk réttkjörið sem aðal- og varamenn í undirkjörstjórnir.


6.          Þriggja ára áætlun 2010-2012 - fyrri umræða
2009020054
11. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 2. apríl 2009:
Bæjarráð vísar þriggja ára áætlun 2010-2012 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fram kom tillaga um að vísa þriggja ára áætlun Akureyrarkaupstaðar 2010-2012 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2009 - íþróttaráð
2009010152
Starfsáætlun íþróttaráðs  2006-2010.
Ólafur Jónsson formaður íþróttaráðs gerði grein fyrir starfsáætlun íþróttaráðs.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.


Fundi slitið.