Bæjarstjórn

3263. fundur 17. mars 2009
Bæjarstjórn - Fundargerð
3263. fundur
17. mars 2009   kl. 16:00 - 18:17
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Helena Þuríður Karlsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Jón Ingi Cæsarsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Kristín Sigfúsdóttir
Víðir Benediktsson
Heiða Karlsdóttir fundarritariÍ upphafi fundar bar forseti upp tillögu þess efnis að 3. lið á dagskrá Spítalavegur - Steinatröð - deiliskipulag - endurskoðun - verði frestað og tekinn af dagskránni og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. mars 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 240. fundur. Fundargerðin er í 12 liðum, dags. 25. febrúar 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 25. febrúar 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. mars 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 241. fundur. Fundargerðin er í 14 liðum, dags. 4. mars 2009..
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 4. mars 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Brekkusíða 7-11 og 14-18 - deiliskipulag endurskoðun
2009030039
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. mars 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að endurskoðun deiliskipulags Brekkusíðu 7-11 og 14-18 sem er húsaþyrping í enda götunnar vegna nýrra breytinga og eldri sem gerðar hafa verið á síðustu árum. Tillagan er unnin af X2 hönnun-skipulagi ehf. dags. 5. mars 2009.
Skipulagsnefnd  leggur til við bæjarstjórn að tillagan  verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting - malbikunarstöð Glerárdal
2009010181
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. mars 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna malbikunarstöðvar við Súluveg og Glerá.
Óskað var eftir umsögnum Heilbrigðiseftirlits HNE, umhverfisnefndar, UST og Hörgárbyggðar um tillöguna.
Svar barst frá:
1) HNE dags. 16. janúar 2009. Engar athugasemdir en bent á að stöðin sé háð starfsleyfi og eftirliti Umhverfisstofnunar.
2) Umhverfisnefnd dags. 23. janúar 2009. Leggja til að lína sem tákni verndarsvæði við Glerá verði endurskoðuð og mörkuð nákvæmlega og leggja á það áherslu að lóð malbikunarstöðvarinnar verði öll utan endurskoðaðrar línu.
3) Umhverfisstofnun gerir eftirfarandi athugasemdir:
a) Malbikunarstöðin er á svæði sem er á náttúruminjaskrá. Samkvæmt náttúruminjaskrá er svæðið "(1) Árgil Glerár frá Bandagerðisbrú við Sólvelli, upp gilið að ármótum Glerár og Hlífár. (2) Gróðurríkt gil, skógarlundir, fjölbreyttar árrofsmyndanir, fossar, skessukatlar og skútar. Söguminjar".
b) Umhverfisstofnun bendir á að samkvæmt 23. grein náttúruverndarlaga nr. 44/1999 er óheimilt að setja niður "girðingu á vatns-, ár- eða sjávarbakka þannig að það hindri umferð gangandi manna".  Því ætti að gera ráð fyrir gönguleið meðfram Glerá.
c) Það vekur athygli að raskað svæði virðist aðeins umfangsmeira á loftmynd en er tilgreint á skipulagsuppdrættinum. Ef allt raskað svæði tilheyrir malbikunarstöðinni telur Umhverfisstofnun að það eigi að koma fram á skipulagsuppdrættinum.
4) Sveitarstjórn Hörgárbyggðar dags. 23. janúar 2009. Gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna.
Svar við athugasemdum.
1) Stöðin er háð starfsleyfi og eftirliti Umhverfisstofnunar.
2) Tillögunni hefur verið breytt í samræmi við athugasemdir umhverfisnefndar.
3) a, Um er að ræða ábendingu.
b, Afmarkað svæði malbikunarstöðvarinnar er fært fjær gilbarmi til þess að tryggja svæði fyrir gönguleið næst gili.
c, Starfsemi malbikunarstöðvarinnar hefur verið á staðnum í áratugi og er raskað svæði stærra en nú er farið fram á. Í tillögunni er verið að færa svæði stöðvarinnar fjær gilbarmi til þess að tryggja m.a. gönguleið og minnkar því umfang stöðvarinnar.
Jóhannes Árnason óskar bókað:
Ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls. Ástæður þess eru þær að ég hef talsverðar efasemdir um að malbikunarstöð eigi að vera þarna til framtíðar. Hinsvegar geri ég mér grein fyrir því að malbikunarstöðin er þarna og hefur verið lengi og hún hefur haft mikil áhrif á umhverfið. Þess vegna leggst ég ekki gegn því að hún sé staðfest á skipulagi.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


5.          Súluvegur - deiliskipulag malbikunarstöð
2009030041
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. mars 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi lóðar fyrir malbikunarstöð við Súluveg. Tillagan er unnin af Kollgátu, dags. 8. mars 2009.
Jóhannes Árnason óskar bókað:
Ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls. Ástæður þess eru þær að ég hef talsverðar efasemdir um að malbikunarstöð eigi að vera þarna til framtíðar. Hinsvegar geri ég mér grein fyrir því að malbikunarstöðin er þarna og hefur verið lengi og hún hefur haft mikil áhrif á umhverfið. Þess vegna leggst ég ekki gegn því að hún sé staðfest á skipulagi.
Meirihluti skipulagsnefndar  leggur til við bæjarstjórn að tillagan  verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


6.          Sandgerðisbót - deiliskipulag - endurskoðun
2008120048
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. mars 2009:
Skipulagsstjóri lagði fram lítillega breytta tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi í Sandgerðisbót. Tillöguna vann Gísli Kristinsson arkitekt dags. 9. mars 2009.
Skipulagsnefnd  leggur til við bæjarstjórn að tillagan  verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.


7.          Mannauðsstefna Akureyrarbæjar - endurskoðun 2009
2008030109
1. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 4. mars 2009:
Eftir umræðu á fundi stjórnsýslunefndar 28. janúar sl. var drögum að mannauðsstefnu Akureyrarbæjar vísað til umsagnar embættismannafundar. Þar voru drögin rædd 9. febrúar sl. og þess óskað að stjórnendur tækju þau til umræðu með starfsmönnum sínum. Drögin hafa ennfremur verið kynnt í starfsmannahandbókinni á vef Akureyrarbæjar þar sem óskað var eftir athugasemdum. Loks hefur vinnuhópurinn sem samdi drögin komið saman, fjallað um athugasemdir sem borist hafa og gert smávægilegar breytingar á textanum sem nú er lagður fyrir stjórnsýslunefnd á ný.
Stjórnsýslunefnd þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnin störf. Nefndin samþykkir drögin og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða mannauðsstefnu Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.


8.          Styrkveitingar á vegum Akureyrarbæjar
2008030111
2. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 4. mars 2009:
Stjórnsýslunefnd fól vinnuhópi á fundi sínum 26. nóvember sl. að móta samræmdar reglur um styrkveitingar á vegum Akureyrarbæjar til aðila utan bæjarkerfisins. Vinnuhópurinn hefur skilað tillögum sínum sem eru til umræðu á fundinum.
Stjórnsýslunefnd samþykkir drögin með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um styrkveitingar á vegum Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.


9.          Grímsey - sameiningarmál - seinni umræða
2007110066
7. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 17. febrúar 2009:
Umræður fóru fram um tillögu samstarfsnefndar og afgreiðslu vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Seinni umræða um tillögu  samstarfsnefndar um sameiningu Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps dags. 10. febrúar 2009  þar sem lagt er til að kosning um sameiningu sveitarfélaganna fari fram samhliða kosningum til Alþingis 25. apríl nk. og að kynning, sbr. 5. mgr. 90. gr. sveitarstjórnarlaga, á málefnaskrá fyrir nýtt sveitarfélag verður í höndum samstarfsnefndar.
Gert er ráð fyrir því að sameiningin taki gildi 1. júní 2009 og að bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar fari með stjórn hins sameinaða sveitarfélags fram að almennum sveitarstjórnarkosningum vorið 2010.
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að kjördagur um tillögu samstarfsnefndar verði laugardaginn 25. apríl  2009.
10.          Héraðsnefnd Eyjafjarðar
2009010071
Erindi sent í tölvupósti dags. 12. mars 2009 frá Valtý Sigurbjarnarsyni framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar þar sem óskað er staðfestingar viðkomandi sveitarstjórna á að Héraðsnefnd Eyjafjarðar skuli lögð niður og að héraðsráði verði falið að kjósa skiptastjórn til að ganga formlega frá þeim málalokum.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að Héraðsnefnd Eyjafjarðar skuli lögð niður og héraðsráði verði falið að skipa skiptastjórn til að annast formleg málalok.


11.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2009 - skipulagsnefnd
2009010152
Starfsáætlun skipulagsnefndar  2006-2010.
Jón Ingi Cæsarsson formaður skipulagsnefndar gerði grein fyrir starfsáætlun skipulagsnefndar Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.
Fundi slitið.