Bæjarstjórn

3262. fundur 03. mars 2009
Bæjarstjórn - Fundargerð
3262. fundur
3. mars 2009   kl. 16:00 - 17:32
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar
Helena Þuríður Karlsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Dýrleif Skjóldal
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. febrúar 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 238. fundur. Fundargerðin er í 3 liðum, dags. 11. febrúar 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 11. febrúar 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra 2009
2009010169
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. febrúar 2009:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð yfir fullnaðarafgreiðslur erinda, 239. fundur. Fundargerðin er í 7 liðum, dags. 18. febrúar 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð skipulagsstjóra dags. 18. febrúar 2009 með 11 samhljóða atkvæðum.


3.          Slökkvilið Akureyrar - gjaldskrá
2009010158
8. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 5. febrúar 2009:
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 16. janúar 2009:
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir nýrri gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar.
Framkvæmdaráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar.
Bæjarstjórn staðfestir samþykkt bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.


4.          Stefnuumræða í bæjarstjórn 2009 - framkvæmdaráð og stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar
2009010152
Starfsáætlun framkvæmdaráðs og stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar 2006-2010.
Helena Þuríður Karlsdóttir bæjarfulltrúi og formaður framkvæmdaráðs/stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar gerði grein fyrir starfsáætlun framkvæmdaráðs/stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.Fundi slitið.